16.4.2016 | 16:11
Húsafriðun og byggingalist
Arkitektar eiga það sameiginlegt með borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar að þeir þola engum að fjalla um arkitektúr og húsafriðun nema fáum útvöldum. Þess vegna meðal annars eru þessi mál í brennidepli í dag. Það er búið að klúðra svo mörgu. En það er ekki eingöngu slæmir verktakar heldur miklu fremur slæm pólitík sem borgararnir eru að mótmæla. Arkitektarnir eru þó enn í skjóli en það kann að breytast þegar frá líður og fleiri skipulagsslys líta dagsins ljós.
Friðun Bernhöftstorfunnar var einstök á sínum tíma og markaði upphaf að auknum skilningi varðandi friðun gamalla húsa. En forsendan fyrir þeirri friðun var, að þar var um heildstæðan klasa húsa að ræða. Ekki stök hús í breyttu umhverfi. En því miður þá hafa öfgamenn náð undirtökum í nefndum og ráðum og nú sjást menn ekki fyrir í friðunardellunni. Nýjasta dæmið er fjaðrafokið vegna Exeter hússins í Tryggvagötu. Í fyrsta lagi þá liggur ekki fyrir hvernig það hús var gert upp. Hvað var mikið af því húsi endurnýjað og hvað mikið var orginal. Þetta skiptir máli. Og er hægt að tala um húsafriðun þegar leyft er að þrengja að gömlum húsum með forljótum karakterlausum, steinsteypukumböldum og byggja undir kofann og lyfta honum upp. Þetta allt var leyft með framkvæmdaleyfinu í Tryggvagötu. Og átta sig svo á því að framkvæmdin er önnur en kontoristar gerðu ráð fyrir er kannski bara smjörklípa til að leiða athyglina frá ófremdarástandi í gatnamálum borgarinnar. Því það vill svo "heppilega" til að málið er á borði sama borgarfulltrúans.
Niðurrif Exeter hússins er nefnilega síst meira spellvirki en niðurrif fjölda annarra húsa sem enginn gerir athugasemd við. Til dæmis Íslandsbankahúsið í Lækjargötu. Og hvað um þessa uppbyggingu á Tryggvagötunni? Finnst mönnum flott teikningin af húsinu sem á að byggja við hliðina á exeter húsinu horfna? Þar á nefnilega að fullnýta lóðina með því að grafa niður jarðhæðina og byggja 5 hæðir í stað fjögurra eins og húsin við hliðina eru. Að hækka exeter húsið um eina hæð við hliðina á því byggingarslysi er bara klúður en engin redding.
Næst þegar svona árekstrar verða á milli hins gamla og þess nýja þá væri nær að varðveita hið gamla með því einfaldlega að finna því nýjan stað. Ef það hefði verið gert í þessu tilfelli þá hefði það aldrei verið rifið. Svo það er fyrst og fremst við skipulagssvið borgarinnar að sakast en ekki verktakann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2016 | 14:03
RÚV ætlar líka að velja forseta!
RÚV með Þóru Arnórsdóttur í broddi fylkingar, er á bólakafi í pólitík. Það dylst engum sem fylgist með pólitískum hræringum þessi misserin. Þeir sem gera lítið úr þessari staðreynd eða láta sér hana í léttu rúmi liggja gera sér ekki grein fyrir alvarleika málsins.
Í kjölfar vel lukkaðrar atlögu að ríkisstjórninni þá hugsa menn í Efstaleiti næsta leik. Og þá helgar tilgangurinn meðulin. RÚV og vinstri elítan er búin að ákveða næsta forseta Íslands. Hann heitir Andri Snær Magnason. Skiptir engu þótt hann hafi ekki uppfyllt skilyrði fyrir að teljast löglegur frambjóðandi. En það eru þeir einir sem hafa skilað inn tilskyldum fjölda meðmælenda og fengið þá lista samþykkta af kjörstjórn. Sá eini sem er tilbúinn með slíka meðmælalista er Sturla Jónsson. En RÚV v ill ekkert af honum vita og gerir eins lítið úr hans framboði og þeir komast upp með. Til dæmis þá létu þeir eins og Sturla hefði tilkynnt um framboð í þessari viku eins og Andri Snær þótt staðreyndin sé allt önnur. En við hverju er að búast af Heiðari Erni. Þeir sem fylgdust með þessum sama Heiðari við kynningu RÚV á frambjóðendum til síðustu Alþingiskosninga duldist ekki hlutdrægnin í þeirri framkvæmd allri saman.
Með þetta í huga hvet ég alla til að koma á framfæri athugasemdum þegar RÚV byrjar að agitera fyrir sínum forsetaframbjóðenda af alvöru.