6.5.2016 | 23:13
Afneitun-réttlætingar-viðurkenning-bati
Þetta er nokkurn veginn ferlið sem menn sem missa fótfestuna í lífinu, þurfa að ganga í gegnum til að verða aftur virkir í samfélaginu. Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast innan þingflokks Samfylkingar og í helstu stofnunum flokksins. Árni Páll virðist kominn á 3.stig ferlisins á meðan aumingja Helgi Hjörvar er ennþá að leita að réttlætingum.
Á þessum tímapunkti er slæmt að efna til átaka í forystukjöri. Miklu nær væri fyrir þetta fólk að átta sig á því að flokkurinn er ekki til fyrir þingflokkinn og stjórnmálaafl verður að hafa skírskotun til kjósenda utan flokksins. Ef menn eru ekki samstiga í bataferlinu verður enginn valkostur fyrir jafnaðarmenn í næstu kosningum. Þess vegna verður að kalla til nýja áhöfn. Þetta lið sem nú þykist ráða við verkefnið er óhæft vegna fortíðardrauganna.
Það var ekki flokkurinn sem brást. það var fólkið!
![]() |
Góð ákvörðun fyrir Árna Pál og flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2016 | 17:12
Hvað greiddi ASÍ fyrir Ásmundarsal 1996?
Eftir að fréttir bárust af fyrirhugaðri sölu Listasafns ASÍ á Ásmundarsal við Freyjugötu hef ég reynt að afla mér upplýsinga um sögu hússins og hvernig það komst í eigu ASÍ. Hefur sú upplýsingaöflun gengið treglega og litlar upplýsingar að finna á netinu. Þó veit ég núna að eftir að Ásmundur dó þá keypti Arkitektafélag Íslands húsið af dánarbúinu og átti það til ársins 1996. En þá kaupir Ingibjörg Sólrún húsið fyrir hönd Reykjavíkurborgar og hyggst breyta því í leikskóla. Engar upplýsingar er að finna um kaupverðið en ásett verð var 22 milljónir 1995. Síðan gerist það að ASÍ á 80 ára afmæli 1996 og við það tækifæri ákveður Ingibjörg Sólrún og R-Listinn að afsala ASÍ húsinu án nokkurs samráðs og í lokuðu ferli þar sem enginn fékk að skila inn kauptilboði. Í ljósi þess að nú hefur ASÍ selt þetta hús fyrir 168 milljónir þá finnst mér eðlileg krafa, að Reykjavíkurborg og ASÍ upplýsi um meint söluverð árið 1996 og hversu mikið ASÍ greiddi í raun af ásettu verði. Ekki er nóg að birta afrit af kaupsamningi heldur verður að upplýsa um hvort greiðslurnar skiluðu sér í raun og veru.
Ef í ljós kemur að þarna hafi farið fram "Borgunarsalan" hin fyrsta þá væri gott að upplýsingarnar kæmu fram fyrr en seinna. Allavega áður en Gylfi eyðir ágóðanum í eigin hít.
![]() |
Listin áfram í Ásmundarsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |