11.12.2018 | 22:15
Tökum Gunnar Braga á þetta, segir Kata
Á Íslandi ríkir andúð á hælisleitendum sem þurfa fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þessi andúð fer vaxandi með aukningu fjárútláta. Sykurhúðaðar yfirlýsingar breyta engu. Þegar farið er í aðgerðir endar það alltaf með því að útlendingum er fórnað. Gildir þá einu hvert tilefnið er. Munum eftir hávaðanum sem varð útaf vinnumansalsumfjöllun Kveiks. Hverju skilaði hún? Jú, einum útlendingi var vísað útaf vinnustað vegna þess að hann hafði ekki íslenzka kennitölu! Svona virka gerðirnar algerlega úr takti við orðin og fagurgalann í forsætis og velferðarráðuneytinu. Útlendingarnir eru farnir að sjá í gegnum hræsnina og við erum einskis virði í augum umheimsins. Svipað og smokkurinn hans Friðriks Ómars í augum Gunnars Braga, sendiherraefnis Guðlaugs Þórs, þar til Klaustursuppnámið batt endir á þann blauta draum bensíntittsins úr Skagafirði.
![]() |
Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2018 | 21:17
þingmaðurinn áminntur um heiðarleika
Það fer ekki vel á, að þingmenn sem staðnir hafa verið að því að svíkja tugi milljóna út úr ríkissjóði í formi akstursgreiðslna, að þeir séu að setja út á klæðaburð samstarfsmanna og vísa til virðingar! Virðingin felst ekki í jakkafötum og þaðan af síður í hvítflibba. Það eru önnur gildi sem við metum meir. Svo sem heiðarleiki, kurteisi og almenn siðsemi. Dyggðir sem flesta stjórnmálamenn skortir í dag. Það er ástæðan fyrir virðingarleysinu Ási minn. Svo nú er bara að hysja upp um sig gallabuxurnar og gera reikningsskil í lífi þínu samanber 4.spor AA samtakanna.
![]() |
Gallabuxur fyrir neðan virðingu Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2018 | 20:58
Sannur sósialisti
Sanna Magdalena meinar það sem hún segir og segir það sem hún meinar. Borgarstjórnarmeirihlutinn ætti að læra af hennar fordæmi og taka meira tillit til þess sem hún hefur fram að færa þegar stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. Með því byggja þeir betri borg en ekki með innihaldslausu orðagjálfri eins og vellur út úr þeim sem nú verma æðstu stöðurnar.
![]() |
Gefur hluta launa sinna í styrktarsjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2018 | 18:47
Uppljóstrarar njóta verndar á meðan nafnleynd er virt!
Lexía fyrir uppljóstrara, að koma aldrei fram undir nafni. Almenningur á ekki séns gegn auðmönnum sem hóta málsóknum. Uppljóstranir missa einskis í trúverðugleika þótt nafnleynd sé viðhöfð. Trúverðugleikinn er kominn undir ritstjórnum þeirra fjölmiðla sem birta uppljóstranirnar.
![]() |
Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2018 | 17:35
Makríldómurinn per se kostar ríkissjóð ekkert
Hæstiréttur dæmir eftir lögum sem allskonar vitleysingar á Alþingi samþykkja! Þess vegna sitjum við uppi með ráðherra sem brjóta eigin lög eins og í tilfelli Jóns Bjarnasonar.
Jón Bjarnason stóð ekki rétt að úthlutun kvóta á makríl að mati Hæstaréttar, Um það snýst dómurinn.
Hæstiréttur dæmdi útgerðunum engar bætur!
Ef útgerðirnar vilja bætur þá á bara að láta þær sækja þær fyrir dómstólum. Það á alls ekki að semja við smákónga, þótt þeir eigi ítök í Alþingi og ríkisstjórn.
Það er hægt að skapa þrýsting á stjórnvöld um að semja ekki. Málflutningur Loga er heimskulegur í þessu máli.
![]() |
Líklega milljarðatjón fyrir þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2018 | 16:41
Útgerðin vill borga veiðigjöld
Eigendur stórútgerðanna stjórna Íslandi í gegnum stjórnmálaflokkana, í gegnum stjórnsýsluna og í gegnum dómstólana. Stórútgerðin er ánægð með kvótasetninguna, kvótaúthlutunina, og fiskveiðiráðgjöfina. Eigendur stórútgerðarinnar eru sérstaklega ánægðir með sjávarútvegsráðherrann sinn og formann atvinnuveganenfdar. Stórútgerðin væri í hátíðarskapi alla daga ef ekki væri fyrir afskipti seðlabankans af gjaldeyristilfærslum á haftatímabilinu.
Já stórútgerðin malar líka gull fyrir eigendur sína sem aldrei fyrr. Þar munar miklu að hafa starfsfólk sem er til friðs. Starfsfólk sem ekki getur kvartað til stéttarfélaga útaf fiskverðum. Því stórútgerðin ræður sjálf fiskverðunum. Og það er einmitt stærsta hagsmunamálið. Fiskverðið sem ætti að vera stofn til útreiknings veiðigjalda er í dag alltof lágt því aðeins hluti aflans er seldur á markaði. Stærstur hlutinn er seldur í innbyrðisviðskiptum skyldra, tengdra og sömu aðila. Enda Verðlagsstofa Skiptaverðs bara brandari.
Auðlindarentan og veiðigjöldin eru útgerðunum hagfelld. Þessir smáaurar sem þau hafa borgað dugar rétt fyrir kostnaði ríkisisins við kerfið sjálft. Hafrannsóknir sitja algerlega á hakanum nema þegar þarf að leita að loðnu! En hvað getum við sagt? Útgerðin ræður og svona á þetta að vera segir Þorsteinn Már og Binni í Vinnslustöðinni. Og í eina skiptið sem vesæll ráðherra reyndi að gera breytingar á fiskveiðistjórnuninni og kvótaúthlutuninni þá segir nú Hæstaréttur að það hafi ráðherra ekki mátt. Ráðherrann ræður sem sagt bara ef hann situr í boði Samherja! Eins og Kristján Þór Júlíusson gerir.
![]() |
Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |