Minjastofnun þarf á Salómonsdómi að halda

Hvernig svo sem Lilja Alfreðsdóttir dæmir í þessu fordæmalausa klúðri Minjastofnunar, varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareit, þá er ljóst að trúverðugleiki forstjóra Minjastofnunar er stórlega laskaður svo og óhlutlægni skipulagsyfirvalds Reykjavíkurborgar.

Minjastofnun hefði verið í lófa lagið að banna uppgröft og flutning á mannvistarleifum á Landsímalóðinni. Þar með hefði vanhelgun þessa forna grafreits aldrei orðið með þeim hætti sem lóðabraskararnir eru svo duglegir að nýta sér í þessari deilu. Það skrifast alfarið á forstjóra Minjastofnunar.  Ef svo ólíklega vill til að skyndifriðunin verði samþykkt þá dugir ekkert minna en að þessum beinum sem voru fjarlægð af Völu "grafarræningja" verði komið fyrir í sem næst upprunalegri mynd og reistir verði minnisvarðar því fólki til heiðurs. 

Öll eigum við skilið smá virðingu. Líka þeir sem hvíldu í ómerktu gröfunum á Landsímalóðinni.  Þegar aflagðir kirkjugarðar verða almenningsgarðar þýðir það ekki að legsteinar séu fjarlægðir. 


Prinsipmál að mótmæla yfirgangi

Nú fá semsagt eigendur laxveiðihlunninda smá sárabætur fyrir, að ekki var fallist á kröfur þeirra vegna sjókvíaeldis á norskum laxi. Það hlýtur að vera skýringin á þessu fyrirhugaða banni við álaveiðum. Því hvorki eru það vistfræðileg rök eða ofveiði sem réttlæta þetta inngrip.

Hér er umsögnin sem ég setti inn á samráðsgáttina:

"Ég mótmæli harðlega þeim hroðvirknislegu vinnubrögðum sem birtast hér í þessari svokölluðu samráðsgátt.

Sú litla þekking sem þó var til hér á landi um íslenzka álinn virðist hafa farið forgörðum við samruna Hafrannsóknarstofnunarinnar og Veiðimálastofnunarinnar 2016. Þau trúarbrögð sem virðast gegnumgangandi hjá ICES og Hafró, að veiðar mannsins séu afgerandi þættir í nýliðun og stofnstærðum hinna ýmsu fiskstofna á norðurslóðum styðjast ekki við neinar vísindalegar rannsóknir. Í umsögn Hafrannsóknarstofnunar er þetta viðurkennt en samt er mælt með alfriðun vegna lélegrar nýliðunar!
Þegar svona er staðið að ráðgjöf hljóta að vakna efasemdir um vísindalega nálgun þessarar stofnunar sem á samkvæmt lögum að vera stjórnvöldum til ráðgjafar.

Af þessum ástæðum einum hlýtur ráðuneytið að hafna þessum tilmælum ICES um alfriðun íslenzka álastofnsins.

Bjarni Jónsson fiskifræðingur veit sennilega meira um íslenzka álinn en allir fræðingar Hafró til samans. Kannski að ráherrann leitaði eftir áliti hans og svo ekki sé minnst á þá bændur sem hafa smá nytjar af þessum veiðum. Ef staðið yrði rétt að málum gætu einmitt veiðar aukið þekkingu á þessum stofni sem er mjög verðmæt matvara í Asíu.

Hafrannsóknir eru í skötulíki og ráðgjöfin óvísindaleg. Legg til að ráðuneytið láti gera stjórnsýsluúttekt á Hafrannsóknarstofnun líkt og gert var með Fiskistofu. Fiskveiðar gætu staðið undir miklu stærri hluta af útgjöldum ríkisins en nú er, bara ef veiðiráðgjöfin byggði á raunverulegri stofnstærð en ekki uppdiktaðri aflareglu."


mbl.is Stjórnvöld stefna að banni á álaveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband