Dýrasti Íslendingurinn

Bjarni Benediktsson kostar ríkissjóð 100 milljarða. Það er sú upphæð sem vinir hans og viðskiptafélagar hafa skotið undan skatti vegna glufa í skattalögum sem Bjarni vill ekki breyta. Honum finnst brýnna að halda niðri fólkinu í landinu með launapólitík fjármálaráðuneytisins sem fyrirlítur vinnandi fólk en upphefur fjármagnseigendur og fjárfesta. 

Á Íslandi verður enginn pólitískur friður með Bjarna Benediktsson í Fjármálaráðuneytinu.  Vinnudeilur SA og ASÍ eru bara forsmekkurinn af því sem verður þegar BSRB og BHM og öll hin félögin, setjast niður með samninganefnd ríkisins.  Eftir það verður líf Ríkisstjórnarinnar talið í mánuðum en ekki árum.

Úr því sem komið er þá stefnir allt til andskotans fyrir heimsku og skilningsleysi ráðamanna.  Alþingi og ríkisstjórn hafði þetta í hendi sér árið 2016. En góðærið blindaði þau. Þeim fannst svo sannarlega þau vera verðug ríkulegrar launahækkunar.  Og stjórnendur ríkisfyrirtækja sem allir eru pólitískt ráðnir fengu líka samsvarandi launahækkanir.  Það var passað upp á það og enginn sagði:  En hvað með pöpulinn?

Fólkið sem lætur lögregluna slá um sig skjaldborg þegar það þarf að ganga á milli Dómkirkju og Alþingishúss, því er andskotans sama um almenning í landinu. Það er vandamálið! Enginn flokkur er að gera neitt til að koma á friðsamlegum samskiptum í þjóðfélaginu. Og nú vakna menn upp við hin sósialísku herköll. Og jafnvel þá skynjar pólitíska elítan við Austurvöll, ekki sinn vitjunartíma. 

Ég spái kosningum með vorinu. Og þá mun fylgi Sjálfstæðisflokksins halda áfram að minnka. Það tekur tíma að uppræta spillingu en það mun takast.  Þá getur Bjarni Ben aftur geta tekið við eignum sínum og þarf ekki lengur að fela þær fyrir hagsmunaskráningunni á Alþingi.


Senda vinnumansalsteymið á þennan vambsíða

vambiUppákoman í Ármúlanum er lýsandi fyrir atvinnurekanda, sem fer illa með erlent vinnuafl. Hvernig hann lýsir uppákomunni er sönnun þess að maðurinn vill ekki að starfsfólkið njóti mannréttinda. Því er haldið að vinnu og meinað að tala við fulltrúa stéttarfélagsins, sem þau greiða félagsgjöld til af launum sínum. Að yfirmaður á vinnustað hagi sér svona lýsir bara innræti hans sem algers rudda og yfirgangsseggs, sem greinilega heldur sig hafinn yfir reglur samfélagsins. Í því sambandi er rétt að geta, að þetta er sami maðurinn og byggði við þetta hótel sitt án tilskilinna leyfa og komst upp með það. Sumir eru greinilega jafnari en aðrir og rennir stoðum undir kenningu Styrmis, að hér sé Djúpríkið grasserandi.

Það er auðvelt að setja sig í spor starfsfólksins. Ef þetta eru útlendingar þá er öruggt að það fólk lætur bjóða sér allt gegn því að halda vinnunni. Hér þarf Vinnumansalsteymið að mæta á staðinn og leggja hald á bókhald eigandans.  bera það svo saman við launaseðla starfsfólksins og birta niðurstöður þeirrar rannsóknar opinberlega.

Það er grafalvarlegt mál ef atvinnurekendur komast upp með að meina fólki að taka afstöðu í vinnudeilum. Sá vambsíði þykist borga 420 þúsund fyrir ræstingar en hvað eru margar vinnustundir á bakvið þá upphæð og hvað dregur hann frá?  Það er nefnilega ekki upphæð launa sem segir okkur neitt, ekki frekar en tekjusaga Katrínar og Bjarna. Kjarabaráttan núna snýst um að lifa af launum fyrir hóflega vinnu.  Ekki að þurfa að þræla sér út til að eiga fyrir mat og leigu.  


mbl.is Segist ekki hafa meinað fólki að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband