Er Samfylkingin að taka fram fyrir hendur á Landsdómi?

Fréttir af fundum Framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar með Ingibjörgu Sólrúnu og fyrirhuguðum fundi þingflokksins með meintum sakamönnum Atlanefndarinnar valda hneykslun. Ef það vakir fyrir þessu fólki að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu einstakra þingmanna varðandi ákærurnar þá ber að fordæma slík vinnubrögð. Er engin heilbrigð skynsemi eftir í flokknum til að benda elítunni á að svona gera menn ekki? Samfylkingarfólk jafnt og aðrir þingmenn verða að axla ábyrgð, samþykkja ákærur meirihluta Atlanefndarinnar og kveðja Landsdóm til starfa. Þau rök að ekki sé hægt að taka afstöðu nema heyra vörn málsaðila fyrst ber vott um skilningsleysi á lögum um ráðherraábyrgð. Atlanefndin komst að þeirri niðurstöðu að sakarefni væru til staðar og því ber þingmönnum sú eina skylda að taka afstöðu til sakargifta. Landsdómur mun kveða sinn dóm að undangengnum réttarhöldum þar sem ákærðir fá tækifæri til að verja sig. Þingflokksfundur Samfylkingarinnar á ekki að taka sér hlutverk Landsdóms. Þingmenn sem halda að þeir geti hunsað stjórnarskrá og lög landsins eiga ekki að sitja á Alþingi. Þeir þingmenn eiga að víkja af þingi strax

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband