18.9.2010 | 00:47
Dreggjar Alþingis
Síðast þegar kosið var til Alþingis, 25 apríl 2009, settust 27 nýir einstaklingar á þing. Nú réttu einu og hálfu ári síðar er varla hægt að greina á milli nýju og gömlu þingmannanna. Jafnvel þingmenn Hreyfingarinnar eru farnir að tala og hegða sér eins og hinir. Af þessum ástæðum má líkja Alþingi við bruggkút. Í þessum bruggkút er lítil sem engin gerjun en þó örlar fyrir smá lífsmarki annað slagið en alltaf reynast þetta loftbólur sem springa. Segja má að skýrsla Atlanefndarinnar hafi gert illt verra því hún hristi svo upp í kútnum að dreggjarnar hafa leystzt upp og blandast nýju efnunum. Gömlu þingmennirnir 36, sem náðu endurkjöri 2009, eru það sem ég kalla dreggjar Alþingis, þeir eru ástæðan fyrir að ekkert gerist í kútnum, lögurinn er gruggaður og úr þessum kút kemur aldrei gæðavín. Eina leiðin til að rjúfa þennan vítahring er að stofna hér nýtt lýðveldi og byrja með hreint borð. Njörður P. Njarðvík og fleiri hafa talað fyrir þeim hugmyndum. Ég er þeim sammála. Engar dreggjar í Nýja Íslandi, takk!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.