Alþingi í henglum

Þegar mikið gengur á grípa margir til sjóaramáls. Mér er það ennþá tamt enda gamall sjóhundur. Þegar trollið kom illa rifið úr sjó var sagt að það væri í henglum. Þá var það mitt verk að meta skemmdirnar og áætla  hvort varatrollið skyldi sett út eða lappað upp á það rifna. Skyndireddingar fólust þá í að leysa saman eða eins og margir sögðu lessa saman rifurnar. Þetta dugði aðeins ef ekkert vantaði í stykkið sem lessað var saman. Alþingi og sérstaklega stjórnarmeirihlutinn eru nú í henglum. Jóhanna reyndi að lessa saman vinstri vænginn síðsumars en óvíst er hve sú bráðabirgðaredding dugir. Þess vegna langar mig að bera það undir skipstjórann á Alþingi, hann Björn Val, hvort ekki sé rétt að skipta yfir og setja út varatrollið eins og t.d Margrét Tryggvadóttir leggur til í ágætri bloggfærslu í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband