Tómlæti eða vítaverður ásetningur?

Nú fer að styttast í kosningar til stjórnlagaþings. Og framboðsfrestur rennur út 18 október, eða eftir 4 vikur. Samt er ekki farin í gang nein kynning af hálfu ríkisstjórnarinnar eins og gert var til dæmis með herferðinni, "Allir vinna" en þar glumdi við stanslaust auglýsingaflóð í margar vikur. Þöggunin varðandi stjórnlagaþingið veldur tortryggni. Það læðist að sú hugsun að stjórnlagaþingið muni ekki ætlað að breyta neinu varðandi yfirráð fjórflokksins á tilveru okkar hér í þessu guðsvolaða landi. Engar breytingar varðandi kjördæmaskipan eða kosningar, engar breytingar varðandi ríkiskirkjuna, engar breytingar varðandi auðlindirnar en hins vegar mun ætlunin að afnema kaflann um landsdóm og einnig mun fullur vilji til að afnema málsskotsrétt forseta lýðveldisins. Þessar breytingar njóta meirihlutafylgis meðal fjórflokksins sem byggir tilveru sína á sérhagsmunum en ekki þjóðarhagsmunum eins og allir vita. Stjórnvöld munu bera því við að ekki hafi verið mikill áhugi fyrir þátttöku í fyrirhuguðu stjórnlagaþingi og munu því sjá til þess að "sitt fólk" fylli þar þessi fáu sæti. Enn um sinn mun því réttindabaráttan fara fram á bloggsíðum og verða háð af sófafólkinu og Heimilisiðnaðarsamtökum bloggara eins og forsetinn komst svo ósmekklega að orði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband