28.9.2010 | 20:36
Þeim var enginn greiði gerður
Þá er vilji Alþingis ljós varðandi ákærur þingmannanefndarinnar. Ingibjörg Sólrún, Björgvin Sigurðsson og Árni Matthíasen fá ekki að verja mannorð sitt fyrir Landsdómi og þar með upplýsa fyrir þjóðinni , hinum eiginlegu fórnarlömbum hrunsins, hvað raunverulega gerðist þessa síðustu mánuði fyrir hrun. Nú verður Geir einn til frásagnar og það á eftir að hafa sínar afleiðingar fyrir alla sem með honum voru í ríkisstjórninni og ekki síst Jóhönnu og Össur, eins og við heyrðum hann nefna í viðtalinu á Stöð 2 í kvöld. Þess vegna var fáránleg afstaða Samfylkingarþingmanna í atkvæðagreiðslunni, sannkallaður Bjarnargreiði við þá 3 ráðherra sem "sluppu". Og með því að gera upp á milli þeirra í atkæðagreiðslunni breyttu þau meðferð málsins úr því að vera pólitískt uppgjör við hrunstjórnina, í að verða pólitískar ofsóknir sem skaðar alla sem að málum komu. Ég veit ekki hvernig Landsdómur starfar, en ég mundi ráðleggja Ingibjörgu og Björgvin, að fara þess á leit að upplýsa hvernig stóð á því að Björgvin naut ekki trausts, hver bar ábyrgð á því að halda frá honum upplýsingum og síðast en ekki síst, hvernig þeirra samskipti voru við Seðlabankastjórann fyrrverandi, sem hélt öllum í taugaspennu vegna geðofsa. Ef þau láta þetta tækifæri ónotað þá verður ekkert uppgjör við stjórnmálastéttina og þau verða brennimerkt sem sökudólgar til æviloka
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.