Einkavæðum RUV!

Finnst engum athugavert hvernig dagskrárstjórnin er hjá RÚV alias útvarpi allra starfsmanna? 
Ég segi fyrir mig að allir þessir viðtalsþættir starfsmanna
Sjónvarpsins, fyrrverandi og núverandi eru komnir yfir allan þjófabálk.
Ég er að tala um Silfur Egils, Kiljuna, Viðtölin hans Boga. Og núna
viðtölin hans Þórhalls. Viðtalsþættir teknir uppí stúdíói eru ekki
sjónvarpsefni. PUNKTUR! Og þótt sumt af efni Kiljunnar sé filmað á
vettvangi þá er mest af efninu tekið upp í myndveri. Fyrir utan Alþingi
þá finnst mér RÚV vera sú stofnun sem  rækir hlutverk sitt einna verst.
Þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni. Best væri að selja pakkann
í heilu lagi. 300.000 manna ættbálkur hefur ekki efni á að halda hér
uppi ríkisfjölmiðlum samkvæmt nútímakröfum. Leifum landsmönnum að setja
upp eigin gervihnattamóttakara og velja það besta frá öðrum
sjónvarpsstöðvum og hlífa okkur við þessari hörmung sem RÚV er orðin
undir stjórn Páls Magnússonar. Að neyða menn til að standa straum af óráðsíunni með nefsköttum er mannréttindabrot.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband