30.9.2010 | 16:03
Stjörnubloggari skammar alþingismann
Stjörnubloggarinn Jóhannes Laxdal, hellti sér yfir þingmanninn, Einar K.Guðfinnsson, í bloggfærslu í morgun, vegna orða hins síðarnefnda, sem hann lét falla í annarri bloggfærslu....blablabla
Í þessum anda er fréttin á Vísi í dag, sem fjallar um Stjörnulögmann og stjörnublaðamann. En er þetta boðleg fréttamennska? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo sé ekki. Hér á Íslandi er ekki til neitt celeb og verður vonandi aldrei. Tímar hinna geðveiku (fyrirgefðu Harpa Hreins) útrásarpartía eru liðnir og allir sem tóku þátt vilja gleyma þeim. Þess vegna er ágætt að búið sé að reka Eirík Jóns af Séð & Heyrt. Enda vandséð að fátækir og eignalausir íslendingar kæri sig um að lesa um sællífi þjófa og ræningja eða hvernig siðleysið blómstrar enn hjá vissum hópum þjóðfélagsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.