1.10.2010 | 15:34
Páll Pálsson, þú ert rekinn
Hér með tilkynnist þér að vegna þess að á Íslandi hefur aldrei ríkt samkeppni heldur fákeppni þá hefur verið ákveðið að leggja Samkeppnisstofnun niður. Jafnframt ert þú áminntur fyrir að hafa ekki skilið muninn á samkeppni annars vegar og fákeppni hins vegar. Í þriðja lagi eru úrskurðir stofnunar þinnar hér með gerðir ógildir en forstjórum þeirra fyrirtækja sem þú hefur sektað í gegnum árin gert að greiða þessar sektir úr eigin vasa fyrir að blekkja yfirvöld með því að láta þau halda að hér ríkti samkeppni.
![]() |
Kjötfyrirtæki greiða 85 milljónir í sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhannes
Þú hittir naglann á höfuðið að samkeppni sé ekki til, það heitir fákeppni sem lýtur allt öðrum lögmálum en samkeppnismódelið.
Það er sérstaklega fáránlegt að tala um samkeppni í fjárfestingafrekum greinum. Það verður engu að síður að setja hömlur á fyrirtæki sem hafa það eina markmið leynt og ljóst að ná markaðsyfirráðum, og beita til þess ólöglegum þvingunarsamningum.
Mér er alltof minnistætt, hvernig fyrirtæki með "sjúklega" markaðshlutdeild höguðu sér við birgja til aðviðhalda sýkinni!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.10.2010 kl. 16:25
Takk Jenný
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2010 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.