2.10.2010 | 09:24
Ráðið Yngva Örn og málið er dautt
Framhalds dramað í kringum ráðningu Framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnarinnar í vikunni. Eins og kunnugt er þá hætti Guðmundur Bjarnason 1. júlí í sumar og hefur stofnunin verið stjórnlaus síðan. (Allir vita að bráðabirgðastjórnendur taka engar stefnumarkandi ákvarðanir). Vandræðagangurinn hófst þegar fjölmiðlar báru það á Árna Pál Árnason þáverandi Félagsmálaráðherra, að hann hafi ætlað sér, að ráða vin sinn, Yngva Örn Kristinsson, fyrrum Landsbanka millistjórnanda í stöðuna. Sú háværa umræða sem þá fór í gang meðal pólitískra andstæðinga og hjá blogglúðrasveitinni, varð til þess að ráðherrann heyktist á ætlunarverki sínu og skipaði nefnd sérfræðinga til að klára málið. Nú hefur þessi nefnd skilað ósamhljóða áliti og málið því aftur komið inn á borð stjórnarinnar, sem ber lögum samkvæmt að ráða í þessa stöðu án pólitískra afskipta. Nú hefur það líka gerzt, að Árni Páll er ekki lengur yfirmaður málaflokksins og því getur stjórnin ráðið hæfasta umsækjandann, sem er án nokkurs vafa téður Yngvi Örn Kristinsson. En þessi stjórn, sem virðist samansett af gungum og druslum, ætlar ekki að velja hæfasta umsækjandann. Hún hefur auglýst starf framkvæmdastjóra aftur laust til umsóknar! Svona er nú pólitíkin á Íslandi í dag. Þeim hæfustu miskunnarlaust fórnað á altari lýðskrums og pólitísks hefndarhugs. Enskan á gott orð sem lýsir svona hegðun og það er orðið pathetic.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.