12 milljarðar er bara fyrsti áfangi

Í dag er fyrirhugað að opna Héðinsfjarðargöngin sem tengja saman Ólafsfjörð og Siglufjörð. Miklar deilur hafa staðið um þessa framkvæmd af ýmsum ástæðum. Margir eru ósáttir við umhverfisraskið sem aukin umferð um Héðinsfjörð veldur en flestir eru rasandi yfir kostnaðinum og telja þessum fjármunum illa varið. En enginn hefur talað um þá staðreynd að þessi framkvæmd ein sér leysir engan samgönguvanda. Þvert á móti kallar hún á tafarlausar endurbætur á veginum um Ólafsfarðarmúla, Múlagöngunum, sem tengja Ólafsfjörð og Dalvík og eru stórhættuleg öllum sem um þau fara. Ný Ólafsfjarðargöng munu ekki kosta minna en Héðinsfjarðargöngin svo menn ættu að fagna hljóðlega þessum áfanga sem nú er búinn. Ef einhver skynsemi hefði ráðið og pólitískur kjarkur, þá hefði átt að gefa  íbúum Ólafsjarðar eða fjórðungunum eins og þeir eru kallaðir þarna fyrir norðan, kost á að flytjast á brott og kaupa af þeim eignirnar á markaðsverði miðað við þann stað sem þeir vildu flytjast til. Það hefði verið þjóðhagslega hagkvæmt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og af hverju í ósköpunum eru ekki löngu hafnar ferjusiglingar aftur í Eyjafirði?  Er ekki Ísland þáttakandi í einhverju verkefni á vegum ESB um að flytja þungaflutning af vegum yfir á sjó? Ég man þegar Drangur sá um þessa flutninga í gamla daga. En það var líka áður en kaupfélagsmafían einkavæddi Ríkisskip og Halldór Ásgrímsson og hans glæpafélagar gáfu Ólafi í Samskipum einkaleyfi á að eyðileggja þjóðvegakerfið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband