Um Helga Seljan og 2400 milljóna afskriftir Landsbankans

Í kastljósi Sjónvarpsins á fimmtudagskvöld fjallaði fréttamaðurinn Helgi Seljan, ábúðarmikill um útgerðarfyrirtækið Nón á Hornafirði og meintar afskriftir uppá tvö þúsund og fjögur hundruð milljónir. Þessar upplýsingar fékk hann með því að lesa ársreikninga félagsins og móðurfélags þess, Skinneyjar - Þinganess h.f.  Nú er Helgi Seljan ábyggilega fjölhæfur og góður fréttamaður en þessi framsetning var ekki boðleg. Hún var full af dylgjum og sett fram með því eina markmiði að sverta eigendur umrædds fyrirtækis. Umræðan um kvótagreifana sem eiga sök á bankahruninu og misskiptingu auðs í þjóðfélaginu hefur verið hávær undanfarið ár. Á þessa takka reiðinnar var Helgi Seljan að ýta. Hann gerði hins vegar enga tilraun til að fjalla um atvinnusköpun og uppbyggingu fyrirtækisins á Höfn. En öfugt við marga kvótaeigendur þá hefur Skinney - Þinganes ekki verið að taka fé út úr rekstrinum og fjárfesta í öðru. Þvert á móti hafa þeir á undanförnum árum fjárfest gríðarlega í veiðum og vinnslu og skipum og kvóta til að skapa atvinnu og gera afkomu heimamanna á Höfn eins góða og hægt er. Þar hefur Halldór Ásgrímsson örugglega engu ráðið, svo það er alger óþarfi að tengja hans nafn þessu fyrirtæki í dag.  En skyldu aðrir kvótaeigendur hafa staðið jafn vel við bakið á sinni heimabyggð?  Ég held að Helgi Seljan ætti að beina sínum réttlætisgleraugum að fyrirtækinu Eskju á Eskifirði. Það væru hæg heimatökin því hann hefur undanfarin sumur unnið á uppsjávarskipi þess fyrirtækis, Aðalsteini Jónssyni, og þénað milljónir á meðan aðrir hæfari hafa orðið að mæla göturnar í atvinnuleysi. Segðu okkur Helgi Seljan, hvernig þetta fyrirtæki, Eskja, leigði frá sér allan botnfiskkvótann og lokaði frystihúsinu og lagði togaranum. Upplýstu okkur um hvernig eigendurnir hafa fært milljarða útúr fyrirtækinu og notað í fjárfestingar í óskildum rekstri. Segðu okkur Helgi Seljan hve margir misstu vinnuna á Eskifirði beint vegna þessa. Og þegar þú hefur gert það , segðu mér þá, hvort nokkrar líkur séu á því að þú fáir afleysingatúra á Aðalsteini Jónssyni næsta sumar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Það er synd hvernig er komið fyrir þessu fyrirtæki nú og hvernig því er stjórnað eftir daga Alla þar...:(

Alli ríki heitinn myndi skammast sín og taka krakkanna sína aldeilis á beinið...

Kveðja.

Halldór Jóhannsson, 2.10.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mikið rétt Halldór, Öndvegismaður, Alli heitinn. Hann á ennþá hjá mér Multiplan handbók, en það er önnur saga

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2010 kl. 17:44

3 identicon

Hvað var rangt í umfjöllun Helga?  Er það rangt að fyrirtækið hafi fengið afskrifaða 2,4 milljarða?  Er það rangt að það hafi verið gert stuttu eftir að eigendur fyrirtækisins greiddu sér 600 milljónir í arð?  Eða er málið bara að það má ekki segja frá þessu af því þér finnst þetta allt í lagi?

 

Gísli (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 21:46

4 identicon

Mikil eru ítök Halldóranna tveggja í þér; Ásgrímssonar og frænda hans Árnasonar.

Þegar ég vann í ráðuneyti sjávarútvegs í tíð hins fyrstnefnda á níunda áratug síðustu aldar, fannst mér alltaf pínulítið skrýtið hvernig öll þróunarverkefni runnu austur til Skinneyjar.

Mér finnst það ekkert skrítið lengur. "Skrítið" á sér nöfn, heilmörg. "Spilling" er eitt þeirra, "heimóttarskapur" er annað og "framsóknarmennska" hið þriðja, svo fáein séu talin.

Eflaust eru þau fleiri austur frá; "Seljan" dettur mér í hug...

En þar sem ég er sjálfur að vestan, myndi ég vita það.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 03:15

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gísli, það er ekkert rangt í umfjölluninni enda gagnrýni ég hann ekki fyrir það. Hins vegar er framsetningin grunsamleg þar sem ýjað er að því að Landsbankinn hafi afskrifað vegna tilomæla frá Halldóri Ásgrímssyni. Þetta greip blogglúðrasveitin og allt varð vitlaust. Ég hefði reynt að grafast fyrir um hvers vegna Landsbankinn lánaði svona mikið og hvaða veð voru sett. Hvað græðir bankinn á að setja Nón í gjaldþrot? 2 hraðfiskibátar og nokkur hundruð tonna kvóti eru lítið uppí 2400 milljónir. Ég hefði sem sagt lagt áherslu á mjög svo gagnrýnisverðar afskriftarreglur bankans.  Og varðandi þessar arðgreiðslur, þá hefði mátt fjalla um þær í sjálfstæðri umfjöllun. Ég vona að þú skiljir hvað ég er að fara. Ég er ekki að verja einn né neinn. En fréttastofur verða að vera hlutlægar og vandaðar ef þær vilja öðlast virðingu og tiltrú. RÚV brást þarna að mínu mati

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.10.2010 kl. 15:39

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ybbar Gogg, fyrst þú ert innvígður í stjórnsýsluna þá veistu náttúrulega meira en pöpullinn fær að vita. Hvernig væri að upplýsa um spillinguna og frændhyglina sem þú varðst vitni að? Sjálfur á ég engra hagsmuna að gæta, og þekki fáa. Ég var bara að benda á að Skinney-Þinganes hefur staðið myndarlega að uppbyggingu fyrirtækisins á Höfn og því ber að halda til haga.  Sama er ekki hægt að segja um Brim og Samherja og Eskju og aðra stóra kvótahafa sem hafa tekið gífurlega háar fjarhæðir út úr sínum fyrirtækjum og skilið eftir jafnháar skuldir sem munu lenda á öðrum að greiða. Er þá ekki sanngjarnt að skipta þessum afskriftum í tvo hópa. Annars vegar afskriftir vegna fjárfestingalána og hins vegar afskriftir vegna útgreiðslna úr fyrirtækjunum?  Hvers vegna ætlaði Guðmundur Kristjánsson í Brim að stofna einkahlutafélag í kjölfar hrunsins og færa eignir inní það?  Afhverju fjallar enginn fjölmiðill um kennitöluflakkið og svindlið?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.10.2010 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband