Lýðskrumarar Samfylkingar rumska

Eitt ógeðfelldasta dæmi um lýðskrum síðari tíma er tilkynning sem Sigmundur Ernir sendi fjölmiðlum og birt var í norðlenska miðlinum Vikudegi á Akureyri í morgun. Þar upplýsir Sigmundur að hann hafi farið fram á fund í Heilbrigðisnefnd Alþingis eða eins og segir:

"Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og varaformaður heilbrigðisnefndar hefur óskað eftir fundi í nefndinni, eins fljótt og kostur er, vegna hugmynda um verulegan niðurskurð á framlögum ríkisins til reksturs heilbrigðisstofnana víða um land."

Sei sei, heyr á endemi. Er þetta ekki vinnan hans? Þarf að láta fjölmiðla vita þegar þingmaður vinnur vinnuna sína? Ég hélt ekki

Og trú sínu eðli, fetar Ólína Þorvarðardóttir sömu leið en um það segir Mbl.is:

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um skuldameðferð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hjá innlendum lánastofnunum, þ.á.m. í Byggðastofnun.

Segist Ólína hafa tvisvar áður lagt fram svipaða fyrirspurn í þinginu án þess að fá viðhlítandi svör og geri það nú vegna frétta af milljarða afskriftum á skuldum smábátaútgerðar sem sé í eigu Skinneyjar-Þinganess.

Ólína spyr m.a. hve mikið hafi verið afskrifað af skuldum útgerðarinnar hjá bönkunum og hjá Byggðastofnun og  hvort efnahags- og viðskiptaráðherra sjái ástæðu til þess að fram fari opinber rannsókn á viðskiptaaðferðum og skuldafyrirgreiðslu sjávarútvegsfyrirtækja hjá íslenskum lánastofnunum.

Nú er ég náttúrulega hvorki innmúraður né innvinklaður, en heldur Ólína að hún fái einhver skýrari svör frá ráðherra í þriðja skiptið? Henni vær nær að leggja fram frumvarp um afnám bankaleyndar. Það væri frétt sem ætti erindi. En ekki svona lýðskrum.  Til gamans  má lesa þessa útlistun á lýðskrumurum á vef Árnastofnunar

LydskrumOrðið lýður merkir ‘þjóð, fólk, almenningur’ og skrum merkir ‘ýkjufrásögn, raup’. Lýðskrum er þá skjall eða skrum sem einhver flytur í því formi sem hann telur að nái best eyrum fólksins.

Orðið lýðskrumari er til í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 20. öld. Það er oft notað um stjórnmálamann sem tekur afstöðu til mála eftir því úr hvaða átt vindurinn blæs meðal almennings eða aflar sér fylgis með því að beina kröftum sínum að lægstu hvötum kjósenda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband