5.10.2010 | 10:59
Sjálfstæðismenn án Sjálfstæðisflokksins - maybe....
Ég er orðinn þreyttur á að láta löðrunga mig með blautri tusku en þannig hefur mér liðið undanfarin 2 ár í hvert skipti sem sjálfstæðismenn á Alþingi opna munninn og tjá sig eða þegar þeir skrifa bloggfærslur eða greinar í blöð. Þessari andúð deili ég með fjölmörgum sem hugsa á sömu nótum. Sjálfstæðisflokkurinn bjó til þetta skrímslaþjóðfélag þar sem skrímslin fengu að traðka á öllum hinum og vegna þess að hér var til auður þá gekk allt vel í byrjun en skrímslin blinduðust fljótt af græðgi sem leiddi að lokum af sér allsherjarhrun þjóðfélagsins. Á þessu ber Sjálfstæðisflokkurinn meginábyrgð. Og þeir verða að átta sig á að hér varð ekki bara bankahrun vegna lánsfjárkreppu! þvílík veruleikafirring! Hér varð allsherjar hrun á öllum sviðum. Hér hriktir í stoðum samfélagssáttmálans og ekkert má útaf bregða. Og þeir tala ennþá eins og þeir beri enga ábyrgð. Flokkur sem er svona illa tengdur verður að leggja sjálfan sig niður. Fyrr verður ekki friður um aðkomu sjálfstæðismanna að stjórn landsins aftur. Ef og þegar við fáum persónukjör og landinu verður breytt í 1 kjördæmi þá mun verða alls herjar endurnýjun og þá fyrst skapast vettvangur fyrir verðleikafólkið. Óverðleikafólkið í hrunliði þingmanna sjálfstæðisflokksins verður að hafa vit á að draga sig í hlé, hætta að ögra landsmönnum og leggja síðan niður Flokkinn. Þá fyrst verður ró
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.