Vogunarsjóðir og óheilbrigt fjármálakerfi

Ég ætla að gerast svo djarfur að fjalla hér um efni sem ég hef enga þekkingu á en bara fordóma LoL Tilefnið er þessi bloggfærsla Guðmundar Ásgeirssonar og ekki síður orð Benedikts Sigurðarsonar, sem hann lét falla í Silfri Egils, síðast liðinn sunnudag. En þar aftók Benedikt, að efnahagshrunið íslenska hefði verið um að kenna feigðarsiglingu eins skips. Bensi vildi meina  að um hefði verið að ræða flota. Hm... Kannski of gildishlaðið fyrir minn smekk, ég hefði kosið að líkja því við skipalest þar sem Ísland var minnsti og hægskreiðasti dallurinn í skipalestinni og þar á ofan urðum við olíulaus útá ballarhafi og því auðtekin bráð kafbátanna sem elta alltaf svona skipalestir. Þessir kafbátar eru náttúrulega hinir alþjóðlegu Vogunarsjóðir sem starfa á afar hæpnum forsendum svo ekki sé meira sagt. Svona sjóðir sérhæfa sig í uppkaupum á skuldum gjaldþrota banka og ríkja. Því gefur auga leið að þeir hafa hag af gjaldþrotum og kreppum og beinlínis stuðla að þeim. Eitt sem orkar tvímælis eru svo viðskipti með gjaldeyri. Í staðinn fyrir að banna hreinlega spákaupmennsku með gjaldeyri þá eru Seðlabankar neyddir til þátttöku á gjaldeyrismarkaði til að verja hver sinn gjaldmiðil!  Þetta nýta vogunarsjóðir sér, þeir fella miskunnarlaust gengi viðkvæmra gjaldmiðla til að hagnast sjálfir. Þetta er siðlaust, en þetta þrífst í skjóli alþjóðlegrar yfirstjórnunar heimskapitalismans. Við þurfum ekki að taka þátt í þessum leik. Við getum sett okkar eigin varúðarreglur og fylgt þeim eftir. En þá verðum við að losna við menn sem hafa of stórt EGO. Menn sem stjórna hér efnahagsmálum með annarleg markmið að leiðarljósi. Menn sem segja bara "út vil ek", en skeyta engu um byrinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband