Össur þú getur sparað 6.500 milljónir!

Í fyrra voru gefin fyrirheit um að leggja niður Varnarmálastofnun og spara og losa okkur undan margendurteknum embættisafglöpum forstjórans, Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur. Svo virðist ekki raunin ef marka má fjárlög ársins 2011.  Þessu þarf að breyta. Það er engin ástæða til að taka þátt í hernaðarbrölti Nató og Bandaríkjanna. Sérstaklega  ef við þurfum að bera af því kostnað. Eins finnst mér að Ríkisstjórnin þurfi að biðja þjóðina um leyfi, ef hún vill taka fé að láni til að taka þátt í þróunaraðstoð. Gjaldþrota ríki getur ekki leyft sér slíka hræsni. Lausleg athugun leiddi þannig í ljós að við getum sparað 6.5 milljarða og lækkað þar með halla fjárlaganna um sem því nemur. Það er ekki ásættanlegt að afgreiða fjárlög með halla þegar aðgangur að lánsfé er jafn dýr og í dag.  Það er 2007 hugsunarháttur að fjármagna neyslu með yfirdráttarlánum

 

Nató

Fastanefnd Íslands hjá NATO ....................................        135,5
Varnarmálastofnun ..............................................889,0
Samtals........................................................... 1.024.5

Þróunarmál og alþjóðastofnanir

Eftirfarandi fjárlagaliðir teljast til þessa málaflokks:

390 Þróunarsamvinnustofnun Íslands;
391 Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi
401 Alþjóðastofnanir.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands ............................... 1.235
Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi .....................1.269
Alþjóðastofnanir ...................................................... 2.993,3  

Samtals ................................................................ 5.497,3  

Samtals Hernaðarbrölt og Hræsnisframlög. .........  6.521.8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband