7.10.2010 | 13:08
Heimska eða helstefna?
Ef Steingrímur bakkar ekki með niðurskurð á heilbrigðisþjónustu úti á landi þá springur þessi stjórn með hvelli. það þykist ég geta fullyrt. Stjórnin hefði hugsanlega getað hummað mótmælin á Austurvelli fram af sér en mótmælin úti á landi getur engin stjórn hunsað! Enda eru íbúarnir að berjast fyrir tilveru byggðalaganna, hvorki meira né minna. Og það er sorglegt að ríkisstjórn vinstri manna með vörubílstjórann Steingrím J. í broddi fylkingar sé orðin svo heillum horfin að hún reyni svona atlögu. Þeir sem hafa einhvern tímann búið útá landi, vita að skóli, verslun og heilsugæsla eru sú grunnþjónusta sem ekkert byggðarlag getur verið án og allir gera kröfu um. Sérstaklega nú þegar tekjurnar koma að mestu frá landsbyggðinni þá gengur ekki að skerða grunnþjónustuna. Ég hef skoðað fjárlögin lauslega og ég sé marga liði sem mega missa sín. Til dæmis framlög til biskups uppá 1400 milljónir og svo er þarna Landeyjarhöfn með 200 milljónir, Umferðarstofa með 434 milljónir. Fyrirhuguð Fjölmiðlastofa 37 milljónir. Svo ég tali nú ekki um sjálftöku stjórnmálamannanna uppá 200 milljónir. Ég geri það að tillögu minni að hver liður fjárlaga verði borinn upp sér og greidd um hann atkvæði. Þannig og aðeins þannig er hægt að fá forherta alþingismenn til að skoða mál í stóru samhengi. Eins og fyrirkomulagið er núna þá efast ég um að óbreyttir þingmenn margir hverjir lesi fjárlagafrumvarpið! Ekki frekar en Rannsóknarskýrsluna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jóhannes, þú gleymir Fiskistofu, Fátæk Þjóð verður að fara í STRÍÐ við Jón Bjarnason,
hann verður að leifa frjálsar handfæraveiðar, þá gætu þúsundir manna búið sér til góð störf.
Fátæk Þjóð gæti bjargað sér, með frjálsum handfæraveiðum, en Jóhanna gleymdi loforði
sem hún gaf Íslensku Þjóðinni, Frjálsar Handfæra Veiðar.
Hvernig má koma minninu í lag hjá Jóhönnu ?
Aðalsteinn Agnarsson, 7.10.2010 kl. 15:21
Já Aðalsteinn, minnstu ekki á það ógrátandi. Kvótakerfið er líka aðför að byggðunum. Það sem þarf að gera er að stjórna minna. Láta fólk í friði með sitt og sína.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.10.2010 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.