Kattarþvottur Ástu Ragnheiðar

Samkvæmt frétt á Svipunni áðan, þá kallaði forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, á sinn fund í morgun, skipuleggjendur tunnumótmælanna alræmdu. Sagði Ásta Ragnheiður að það yrði að stöðva frekari mótmæli vegna þess að Alþingishúsið lægi undir skemmdum vegna ítrekaðra hreinsana með háþrýstidælum. Slíkt gæti ekki gengið upp til lengdar. Mig setur hljóðan. Eru þetta einu áhyggjur forseta Alþingis?  Hvernig húsið lítur út? Hvernig væri að fresta þá bara öllum háþrýstiþvotti þangað til ástandið í þjoðfélaginu kallar ekki lengur á aðgerðir almennings? En þetta er ekki fyrsta skipti sem forseti Alþingis gengur fram af mér. Sú kona er samnefnari fyrir vanhæfnina á þingi og engar vonir um breytt ástand fyrr en þetta fólk axlar sína ábyrgð og yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er krafa dagsins. Um þetta snúast mótmælin. Eða eins og segir á vef Svipunnar:

Upphaf mótmælanna má rekja til þess að Rakel Sigurgeirsdóttir fylltist reiðiblandinni sorg þegar hún sá framgang lögreglunnar við þingsetningu Alþingis síðast liðinn föstudag. “Ég var viss um það að lögreglan hafði fyrirmæli um það að mæta okkur af fullri hörku en sem betur fer var kylfunum ekki beitt þó ég heyrði einn spyrja „hvort það væri komið leyfi á kylfur“ segir Rakel í samtali við Svipuna.

Rakel Sigurgeirsdóttir til hægri á mydinni á mótmælum 1. október 2010

Rakel Sigurgeirsdóttir til hægri á mydinni á mótmælum 1. október 2010

Rakel ákvað að taka til sinna mála. Hugmyndin að tunnumótmælunum fæddist og fékk hún nokkra aðila með sér í framkvæmdina. Þó hugmynd kvennanna hafi verið kveikjan að mótmælunum síðast liðinn mánudag þar sem um tíu þúsund Íslendingar mótmæltu var tilgangurinn aldrei að fara fram með ofbeldi. Þetta áttu að vera friðsöm en hávaðasöm mótmæli sem þingmenn gætu ekki hunsað.

Þar sem Rakel gat ekki mætt á fund með Ástu Ragnheiði skrifaði hún bréf til hennar til að útskýra sín sjónarmið.

Í bréfinu segir hún meðal annars að “[á] meðan þingið er skipað þingmönnum sem hafa ekki nægilega þroskaða siðferðisvitund til að átta sig á þeirri samfélagslegu ábyrgð, sem starfinu fylgir, má búast við að mótmæli verði daglegt brauð í þessu landi. Það er líka viðbúið að þeim fylgi eggjakast og önnur opinberun á vandlætingunni sem margir finna fyrir gagnvart óheiðarleika og tvískinnungi núverandi þingmanna”

Rakel segir Ástu Ragnheiði ásamt öðrum þingmönnum bera pólitíska ábyrgð  á mótmælunum. “Ríkisstjórnin hefur valið það að fylgja ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem fer með íslenskt samfélag eins og háþrýstiþvotturinn fer með alþingishúsið. Hvort tveggja eyðist og verður að engu.”

Bréf Rakelar í heild sinni: (birt með leyfi hennar sjálfrar)

Reykjavík 7. október 2010

Góðan daginn, Ásta Ragnheiður!

Ég vil byrja á því að þakka boðið á fund þinn og skipuleggjenda tunnumótmælanna. Því miður kemst ég ekki á þeim tíma sem fundurinn var settur vegna kennslu. Þess vegna ákvað ég að skrifa þér þetta bréf til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri.

Mér skilst að tilgangur fundarins sé sá að sýna okkur alþingishúsið og að tilefnið sé það að mótmælin ógni framtíð þess. Ég vil benda þér á að á meðan alþingishúsið er starfsvettvagnur þingmanna sem ógna framtíð lands og þjóðar þá mun verða mótmælt í þessu landi. Skiptir engu hvort við, skipuleggjendur núverandi  mótmæla, hrærumst til svo mikillar lotningar fyrir sögu og fegurð hússins að við drögum okkur í hlé.

Á meðan þingið er skipað þingmönnum sem hafa ekki nægilega þroskaða siðferðisvitund til að átta sig á þeirri samfélagslegu ábyrgð, sem starfinu fylgir, má búast við að mótmæli verði daglegt brauð í þessu landi. Það er líka viðbúið að þeim fylgi eggjakast og önnur opinberun á vandlætingunni sem margir finna fyrir gagnvart óheiðarleika og tvískinnungi núverandi þingmanna sem opinberaðist hvað best í atkvæðagreiðslunni um landsdóm þriðjudaginn 28. september sl.

Mín afstaða er sú að það er í valdi þingsins að stöðva þessi mótmæli með því að grípa til tafarlausra aðgerða til að koma á friði og sátt í samfélaginu. Ég hvet ykkur til að hlutsta á allt það fólk sem var tekið viðtal við niður á Austurvelli sl. mánudagskvöld.

Það ert þú sjálf og kollegar þínir inni á þingi sem berið pólitíska ábyrgð á yfirstandandi mótmælum. Það eru væntanlega starfsmenn þingsins sem bera ábyrgð á þeirri þvottaaðferð sem er notuð til að þrífa alþingishúsið að utan. Ég vil hins vegar benda á að það eru alltaf til fleiri en ein leið til úrlausnar öllum verkefnum. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða aðferðir til að þrífa útveggi gamalla steinhúsa eða byggja upp samfélag eftir efnahagshrun.

Ríkisstjórnin hefur valið það að fylgja ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem fer með íslenskt samfélag eins og háþrýstiþvotturinn fer með alþingishúsið. Hvort tveggja eyðist og verður að engu.

Rakel Sigurgeirsdóttir

170961-7819

 

Þetta er bara snilld, takk Rakel Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi !

Ánægður með þig nú sem endra nær ! ;)

Ég verð að segja það fyrir mína parta að ef að núverandi forseti Alþingis var ekki búin að því áður, þá var hún með þessu að endanlega stimpla sig út af þeim lista fólks sem mark er takandi á !

Er það til dæmis ekki rétt munað hjá mér að hún var ein af þeim sem að klöppuðu og hvöttu áfram mótmælendur í Búsáhaldabyltingunni svokölluðu, og kannaðist ekki við að þeir hefðu beitt neinu ofbeldi ? :D

Þvílík sóun á súrefni á þessi manneskja.

Mbvk.

Helgi Laxdal Sveinbergsson

Helgi Laxdal (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 17:04

2 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það var eftir öllu hjá þessum vesalingum að hafa frekar áhyggjur af steinveggjum frekar en þjóðini,sem hún er á þíngi fyrir. Ásta Ragnheiður á taka pokan sinn og drífa sig heim og koma ekki aftur. Hún er asni.

Þórarinn Baldursson, 8.10.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband