Um skuldavanda heimilanna

Ég hef miklar efasemdir vegna ummæla ráðherra og stjórnmálamanna að það komi vel til greina að fara í flatar afskriftir á húsnæðis, bíla og neysluskuldum skuldsettra fjölskyldna. Ég held að það tækifæri sé löngu liðið og núna sé eingöngu raunhæft að fara í líknandi aðgerðir. Þá á ég við að Lyklafrumvarpið og gjaldþrotafrumvörp Lilju Mósesardóttur verði að lögum og einnig verði farið í lagasetningu sem bannar þær innheimtu og fullnustuaðferðir sem hér hafa tíðkast. Hér er innheimtukostnaður svo svívirðilegur að engu tali tekur. Á því þarf að taka. Ég veit að málefni eins og þessi eru viðkvæm og um þau ber að fjalla af nærgætni en það er engum greiði gerður að viðhalda afneitun sem skuldarar nota sem vörn. Það er blekking að telja fólki trú um að gott sé að skuldsetja íbúðarhúsnæði um 110% af markaðsverði eins og nú er boðið uppá. Markaðsverðið er blekking. Hér á eftir að leiðrétta markaðsverðið. Sumir telja að það eigi eftir að falla um 30%  aðrir nefna hærri tölu. Hvort heldur sem er, er ljóst að það er verið að hneppa fólk í skuldafjötra. Í þessa gildru fellur svo fólk vegna þess að alls staðar glymur hræðsluáróðurinn að ekki sé hægt að leigja vegna þess óöryggis og þess háa leiguverðs sem hér er haldið uppi af ríki og sveitarfélögum. En hvort skyldi nú vera betra, að fara í sjálfviljuga skuldaþrælkun til að greiða bankanum leigu eða ljúka þessu basli strax og geta þá átt mannsæmandi líf í leiguhúsnæði. Fyrri kosturinn þýðir að menn munu áfram eiga á höfði gjaldþrot vegna annarra skulda, s.s bílalána, greiðslukortaskulda eða innheimtuskulda . Seinni kosturinn þýðir að fólk getur byrjað aftur á núlli. Fyrri kosturinn þýðir ómannlegt álag sem oftar en ekki hefur í för með sér heilsutjón ef ekki allsherjar örorku. Seinni kosturinn þýðir frelsi og val. Val um búsetu og val um atvinnu fyrir ungt fólk sem getur og vill fara.

Mér finnst eins og HH stillir málum upp, verið að blekkja. Það er ekki hægt að hjálpa öllum. Auðvitað er það óréttlátt og siðlaust hvernig bankafólkið fór að ráði sínu en við getum ekki velt öllum vanda alltaf yfir á framtíðina. Sumt verður að klára hér og nú. 110% skuldsetning er ávísun á 110% örorku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband