11.10.2010 | 07:27
Ríkiskapitalistarnir í Reykjanesbæ
Enn dregur til tíðinda suður með sjó. Þar spriklar vonarpeningur Sjálfstæðismanna í snöru eigin framkvæmdagleði á kostnað skattgreiðendanna. Skuldir Reykjanesbæjar vegna framkvæmda sem ráðist hefur verið í eru að sliga bæjarsjóðinn. Og hvað gera hægri menn þá? Jú , það er farin gamalkunn leið, leið sem sjálfstæðismenn hafa alltaf farið og felst í því að láta ríkissjóð borga tapið. Öllu sukkinu og óráðsíunni er alltaf velt yfir á ríkissjóð í boði Sjálfstæðismanna og vina þeirra. En eins og ástandið er hjá gjaldþrota ríkissjóði þá gengur þessi leið ekki lengur. Ef farið verður í björgunarleiðangur til að bjarga Reykjanesbæ úr skuldafeninu þá verður að gera það samkvæmt almennum leikreglum. Það gengur ekki að beita pólitískum hjálparaðgerðum. Og þeir þingmenn sem leggja það til ,ættu að íhuga betur hvert hlutverk þeirra er. Hlutverk þingsins er að setja almennar leikreglur, setja ramma. Kjördæmapot og hagsmunagæsla á að heyra sögunni til. Suðurnesjamenn verða sjálfir að leysa þennan vanda. Góð byrjun er að setja bæjarstjórann af og setja á stofn neyðarstjórn allra bæjarfulltrúanna. Árni Sigfússon er útrásarbæjarstjóri, hans leiðsögn er slæm leiðsögn. Ef Reykjanesbær þarf framlag úr ríkissjóði þá verður það að byggjast á samningum, sem tryggir hagsmuni ríkisins. t.d með yfirtöku hafnarinnar en ekki sem óafturkræft framlag. Tími ríkiskapitalismans er liðinn.
Ríkið borgi 700 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lifi lýðræðið!
Sigurður Haraldsson, 11.10.2010 kl. 09:35
Þeir segja að jólin séu komin í Ikea
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.10.2010 kl. 11:01
Þetta er bara ekki rétt hjá þér.
Það hefur ekkert bæjarfélag á landsvísu, misst allar sínar stoðir fyrir atvinnu!
Það var ekki eins og Suðurnesjamenn hafi getað gripið í eitthvað annað, þegar allur kvótinn hafði verið seldur úr bæjarfélaginu og herinn farinn á braut.
En af því Sjálfstæðismenn eru við stjórn í Reykjanesbæ, þá má ekki reyna að gera eitthvað til að koma atvinnulífinu af stað. Skapa ný atvinnutækifæri !
Það er ekkert bæjarfélag sem er með eins mikið atvinnuleysi, og það er ekki Árna Sigfússyni að kenna. Hann kom því ekki við að þessar grunnstoðir atvinnulífsins í Reykjanesbæ hurfu.
Árni Sigfússon er sekur um að reyna að skapa atvinnu með fegrun og uppbyggingu í bæjarfélaginu, en það er kannski meira en einhverjir geta þolað.
Ég kalla þetta sjálfbjargarviðleini !
Nú verður bara að fara að reyna að horfa á eitthvað annað en að Sjálfstæðismenn séu svona ómögulegir .... það er fólk sem býr í bæjarfélaginu, sem hefur ekki tök á að selja íbúðir sínar og flytja eitthvert annað. Það eru ekki endilega bara Sjálfstæðismenn sem búa í Reykjanesbæ.
Sól (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 13:43
Harpa, hvað er ekki rétt? Er það ekki stefna sjálstæðismanna sem á sök á því að bæjarfélagið er svona illa statt? Óábyrg fjárfestingarstefna kallar nú á að Reykjansbæ verði skipuð fjárhaldsnefnd sem tekur yfir fjárhagsstjórn sveitarfélagsins. Það er árangur Árna Sigfússonar og hans stefnu undanfarin 6 ár. Hvaða afneitun er í gangi? Afhverju snýst skjaldborgin í Reykjanesbæ um óhæfan bæjarstjóra en ekki um að laga til í rekstrinum? Til dæmis gæti bæjarfélagið átt rétt á auka framlagi vegna þess að til ykkar flutti á þensluskeiðinu á stór Reykjavíkursvæðinu, fólk á félagslegu framfæri og fólk á atvinnuleysisbótum, af þeirri ástæðu einni að húsnæði í Reykjanesbæ var alltaf mun ódýrara. Þetta er stór hluti vandans og þetta fólk mun ekki fylla þau störf sem talað er um að þurfi að skapa. Hefur einhver rannsókn farið fram á vegum bæjaryfirvalda? Mér þykir leitt að segja það en Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið til fyrsta gettóið á Íslandi í Reykjanesbæ.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.10.2010 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.