Var kannski líka veðjað um Landeyjarhöfn?

Vakin er athygki á aldeilis ótrúlega heimskulegri veðmálastarfsemi Lífeyrissjóðs Verkfræðinga árið sem allt hrundi. Eða eins og segir á Vísi.is:

Greint er frá því í Rannsóknarskýrslu Alþingis, að Lífeyrissjóður verkfræðinga og Almenni lífeyrissjóðurinn, hafi tekið þátt í viðskiptum með svonefndar skuldatrygginar á Glitni og Kaupþing, með milligöngu Landsbankans, við svissneskan banka UBS. Þetta var í lok mars, hrunárið 2008.

Þau virðast hafa verið með þeim hætti að lífeyrissjóðirnir sömdu við svissneska bankann um skuldabréf, sem tengdist lánshæfi Kaupþings og Glitnis. Féllu bankarnir, græddu svisslendingarnir, en ef íslensku bankarnir héldu velli til 2013 þá fengju lífeyrissjóðirnir vexti á fjárfestinguna, ef frásögn Rannsóknarnefndarinnar er rétt skilin.

Til að gera langa sögu stutta þá töpuðu lífeyrisjóðirnir milljörðum á þessu, en svissneski bankinn græddi, þegar íslensku bankarnir fóru á hausinn. Upphafleg fjárfesting þeirra var samanlagt einn og hálfur milljarður, en síðar á árinu settu þeir meira í brallið.

Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verkfræðinga á þessum tíma var Sigurður Áss Grétarsson sem er sem kunnugt er Forstöðumaður Siglingastofnunar, þeirrar sömu og ber ábyrgð á hönnun og gerð Landeyjarhafnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband