13.10.2010 | 10:30
Kosningar strax!
Ég benti strax á fyrir 18 mánuðum að það væri skrýtið að skuldavandinn og fjármál heimila og einyrkja voru færð undir Árna Pál en ekki Gylfa Magnússon. Þá átti öllum að vera ljóst hvaða skilning stjórnvöld báru til þessa málaflokks. Þetta var félagslegur vandi í þeirra augum og átti að leysa með félagslegum úrræðum. sem sagt 3. flokks fólk. Óreiðupésar og minnipokamenn
Nú er komið í ljós að auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta ástand með einföldum hætti. En þar sem búið var að skilgreina þetta sem félagslegt vandamál þá voru ekki lengur til stjórnvaldsúrræði til að leiðrétta forsendubrestinn. Það hefði þýtt að fara hefði þurft inná umráðasvið viðskiptaráðherra og það má ekki samkvæmt hefðinni. Hér er ekki fjölskipuð ríkisstjórn. Hér eru allir ráðherrarnir smákóngar í ríki sínu og passa vel upp á að enginn troðist inná þeirra valdsvið. Þetta skýrir klúðrið og úrræðaleysið og vangetuna við að bregðast við á réttan hátt. Bæði fyrir hrun en ekki síst eftir hrun.
Og það skiptir engu máli lengur hve mikið Steingrímur og Jóhanna slá sér á brjóst og miklast yfir dugnaði ef ekki er verið að vinna réttu verkin á réttan hátt af réttu fólki á réttum tíma.
Sorglegt dæmi um vanhæfi er umboðsmaður skuldara. Þessi kona hefur engin úrræði. Ekkert vald til að gera neitt.
Þessi aumingja ríkisstjórn var alltaf vanhæf með þátttöku Samfylkingar. Og til að fela vanhæfið byrjaði ríkisstjórnin á að grafa sér skotgrafir og þaðan hafa þau verið í stríði við alla þjóðina. Verst að skotgröfin var strax of djúp svo að Steingrímur hefur aldrei séð yfir bakkann. Hann bara mokar og mokar og dýpkar skurðinn. Nú þurfum við að moka ofan í allar skotgrafir og gefa stjórnmálamönnum frí. Við eigum betra skilið en þetta ömurlega getuleysi óverðleikafólksins
Kosningar straxEngin verkáætlun kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.