Kverúlantaumræða

Alveg er með ólíkindum þessi kverúlantaumræða á blogginu. Hvernig væri að við lyftum umræðunni á hærra plan eins og Nóbelsskáldið bað um? Hér varð allsherjarhrun og þjóðin er reið. Það er eðlilegt. En við færum ekki tímann úr stað.

Margt fróðlegt kom í ljós í Rannsóknarskýrslunni um brotalamirnar í stjórnsýslunni og hvernig stjórnvöld og pólitíkusar brugðust eftirlitsskyldum sínum. Ekki tala margir í dag um hverju þarf að breyta. Kannski hafa menn ekki skoðun á því eða menn bíða eftir að stjórnmálamennirnir lagi til í stjórnsýslunni. Ég hef enga trú á að stjórnmálastéttin sé hæf til að vinna þá úttekt sem þarf eða koma með tillögur til úrbóta.Tillögur verða að koma frá almenningi.

Ekki er hægt að stóla á fjölmiðlana. Fjölmiðlarnir flytja fréttir gærdagsins. það sem vantar eru fréttir morgundagsins. Öðru vísi getum við ekki haft áhrif á hvað alþingismenn, embættismenn og stjórnvöld eru að bauka sítt í hvoru horni eða saman. Við eigum að gera kröfu um opna nefndarfundi Alþingis, opna stjórnsýslu og að upplýsingalögin séu virt þannig að brot á þeim varði refsingum.

Nokkur málefni sem varða almenning í landinu miklu en hann fær engu um ráðið eru:

i.   Ríkisútvarpið
ii.  Þjóðleikhúsið
iii. Sinfónían
iv. Styrkir til menningar og lista
v.  Málefni þjóðgarðsins á Þingvöllum

Allt eru þetta gæluverkefni stjórnmálastéttarinnar sem kosta okkur almenning milljarða af okkar skattfé á hverju ári. Eigum við ekkert að hafa um það að segja hvernig menn ráðskast með okkur?
Vita menn almennt að þjóðgarðurinn á Þingvöllum er í reynd í eigu Alþingis en ekki þjóðarinnar?  Nei ég hélt ekki. Það er því löngu tímabært að kverúlantarnir þagni og við taki umræða á vitrænum nótum um framtíð Íslands og þjóðarinnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband