17.10.2010 | 17:51
Frelsum Strætó!
Það skiptir engu máli í hve margar PR herferðir Strætó fer, ef leiðakerfið þjónar ekki notendunum.
Hér áður fyrr var leiðakerfið óbreytt í áratugi, þá gat maður treyst á strætó. Vissi hvaðan hann kom og hvert hann var að fara. Svo kom Reykjavíkurlistinn og eyðilagði í einu vetfangi traust almennings til strætó. þetta gerðist þegar ráðnir voru danskir ráðgjafar til að hanna hér nýtt leiðakerfi og ekki var leitað ráða hjá þeim sem notuðu þjónustuna, hvorki hjá bílstjórunum né farþegunum. Í dag fer strætó víða en maður veit ekkert hvert hann er að fara lengur. Ef maður tekur Grandavagninn á Fríkirkjuvegi getur maður alveg eins lent upp á Hlemmi og ef maður tekur leið 11 þá þarf maður að þvælast í klukkutíma áður en hann skilar sér uppí Mjódd. Og ef maður er staddur uppí Skeifu og þarf að komast niður í bæ þá getur maður lent í að bíða meir en hálftíma eftir vagni en þá koma líka 5-6 vagnar í röð! Og þetta á að heita stofnbraut og strætóinn er merktur hraðleið. Á þessu geta menn séð í hvert óefni er komið síðan virðulegar húsfrúr tóku að sér að stjórna Strætó. Miðaldra kellingar sem aldrei nota strætó og halda bara að hann sé fyrir skólafólk, útlendinga og ellilífeyrisþega sem hafi nógan tíma til ferðalaga. Ég lýsi eftir raunhæfum breytingum í leiðakerfinu en frábið mér svona átaksverkefni fyrir einkafyrirtæki. Vís og önnur tryggingafyrirtæki eiga sjálf að sjá um forvarnir og fræðslu til að draga úr slysum. Ekki fyrirtæki í almannaeigu eða nefnd á vegum ríkisins eins og Umferðastofa sem ég mæli með að sé lögð niður hið fyrsta. Og umfram allt FRELSUM STRÆTÓ
Hér áður fyrr var leiðakerfið óbreytt í áratugi, þá gat maður treyst á strætó. Vissi hvaðan hann kom og hvert hann var að fara. Svo kom Reykjavíkurlistinn og eyðilagði í einu vetfangi traust almennings til strætó. þetta gerðist þegar ráðnir voru danskir ráðgjafar til að hanna hér nýtt leiðakerfi og ekki var leitað ráða hjá þeim sem notuðu þjónustuna, hvorki hjá bílstjórunum né farþegunum. Í dag fer strætó víða en maður veit ekkert hvert hann er að fara lengur. Ef maður tekur Grandavagninn á Fríkirkjuvegi getur maður alveg eins lent upp á Hlemmi og ef maður tekur leið 11 þá þarf maður að þvælast í klukkutíma áður en hann skilar sér uppí Mjódd. Og ef maður er staddur uppí Skeifu og þarf að komast niður í bæ þá getur maður lent í að bíða meir en hálftíma eftir vagni en þá koma líka 5-6 vagnar í röð! Og þetta á að heita stofnbraut og strætóinn er merktur hraðleið. Á þessu geta menn séð í hvert óefni er komið síðan virðulegar húsfrúr tóku að sér að stjórna Strætó. Miðaldra kellingar sem aldrei nota strætó og halda bara að hann sé fyrir skólafólk, útlendinga og ellilífeyrisþega sem hafi nógan tíma til ferðalaga. Ég lýsi eftir raunhæfum breytingum í leiðakerfinu en frábið mér svona átaksverkefni fyrir einkafyrirtæki. Vís og önnur tryggingafyrirtæki eiga sjálf að sjá um forvarnir og fræðslu til að draga úr slysum. Ekki fyrirtæki í almannaeigu eða nefnd á vegum ríkisins eins og Umferðastofa sem ég mæli með að sé lögð niður hið fyrsta. Og umfram allt FRELSUM STRÆTÓ
Strætó til fyrirmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.