30.10.2010 | 23:07
Starfsmaður ársins á Stöð 2
Þegar starfsmaður ársins verður valinn hjá Stöð 2 hljóta bæði Sigrún Stefánsdóttir og Páll Magnússon að koma sterklega til greina. Engum er það meira að þakka en þeim öll hin mikla áskrifendafjölgun hjá Stöðinni. Hvenær ætlar stjórn RUV ohf. að taka til sinna ráða og reka þetta fólk?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt hjá þér, en voru þau ekki einfaldlega undir gríðarlegum þrýstingi frá yfirstjórninni, þ.e. útvarpsnefnd?
Guðmundur Júlíusson, 31.10.2010 kl. 00:05
Nei, það er engin nefnd aðeins stjórn sem engu ræður. Breytingin sem varð þegar RUV var gert að opinberu hlutafélagi þýðir að útvarpsstjóri er einráður. Hann ræður dagskrárstjórann og þar með dagskránni. Eins og sést þá er Páll mikið fyrir íþróttir og þá skal bara troða þeim ofan í kokið á okkur hinum með góðu eða illu. Allt er þetta á sömu bókina lært hjá þessari voluðu stofnun sem kostar okkur 3 milljarða á ári af skattfénu og hvað fáum við í staðinn? íþróttir og endursýningar á B og C myndum frá Hollywood. Enginn metnaður, ekkert íslenskt! Á sama tíma er stöð 2 að gera 2 íslenska skemmtiþætti fyrir utan þessa spjall og mannlífsþætti með Jóni Ársæli og Loga. Ég bara skil ekki hvað stjórn RUV er að hugsa. Við vitum að Steingrímur J er ekkert að hugsa svo það er engrar hjálpar að vænta frá honum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2010 kl. 00:20
Þú ert nú eitthvað að rugla, þú segir Pál M hafa gaman af Íþróttum, og þá skuli troða því ofan í okkur! hvaða íþróttir ertu að tala um, rúv misti formúluna til stoð 2 og er búinn að missa handboltann á Em á næsta ári til stöð 2, hvað ertu að fara með þessu?
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 00:31
HM í fótbolta og alla þá umfjöllun, handboltann núna, landsleikina og allt snýst þetta bara um karlaboltann þótt stelpurnar séu miklu flottari og betri í mörgu. Ef menn vilja horfa á íþróttir í sjónvarpi þá verða menn að gjöra svo vel og borga fyrir það. Íþróttir eru dýrasta efni sem sýnt er svo það er ekkert sem réttlætir svona einstefnu og yfirgang sem okkur anti-sportistunum hefur verið sýnt. Fræðsla, menning og afþreying eru það sem Sjónvarpið á að einbeita sér að. Hvergi segir að íþróttir séu þar á meðal.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2010 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.