Neikvæð áhrif auglýsinga

Ef það er eitthvað eitt nafn sem ekki kemur til greina við val á frambjóðendum til stjórnlagaþings þá er það maðurinn sem auglýsir sig á DV. Ég vona bara að þetta verði honum nógu dýrt svo að lexían verði öðrum víti til varnaðar. Óþekktir einstaklingar ættu að leggja áherslu á að kynna sig frekar en áherslumálin. Íslendingar eru ættrækin þjóð og vill vita deili á mönnum. DV frambjóðandinn gefur ekki upp hverra manna hann er né hvað hann hefur starfað. Fyrst hann er að sækja um starf hjá þjóðinni þarf hann að skila inn fullnægjandi ferilskrá. Ekki bara nafni á auglýsingaborða

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband