Sjóveikur bæjarstjóri og vitlausir verkfræðingar

herjolfur_1042696.jpgSiglingastofnun telur að búast megi við því að Landeyjahöfn verði mikið lokuð í vetur, þrátt fyrir dýpkun og aðrar aðgerðir sem ákveðið hefur verið að grípa til. Aðgerðirnar í vetur eru liður í því að læra á ströndina og finna varanlega lausn.

Áætlaður heildarkostnaður við þessar aðgerðir er um 180 milljónir króna í vetur, en það er sama upphæð og gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2010. 

Fram kemur á vef Siglingastofnunar, að tillögurnar séu í þremur liðum:

  1. Í framhaldi af útboði á viðhaldsdýpkun verði stefnt að samningi við Íslenska gámafélagið, en fyrirtækið átti hagstæðasta tilboðið m.t.t. verðs og dýpkunartækja.
  2. Í samvinnu við Eyjamenn verði keyptur plógur sem Lóðsinn í Vestmannaeyjum noti til að draga efni úr innsiglingu Landeyjahafnar. Slíkan búnað væri unnt að nota í yfir 2ja metra ölduhæð og gæti hann opnað höfnina og haldið opinni eftir minni veður.
  3. Gerður verði flóðvarnargarður til að færa ósa Markarfljóts austur um 2 km. Þeirri aðgerð er ætlað að draga úr því að sandburður úr fljótinu berist inn í höfnina.


    Hverjir munu bera ábyrgð?  Ekki pólitíkusarnir það er nokkuð ljóst og ekki verkfræðingarnir. Er það þarna sem vandamal íslenskrar stjórnsýslu krystallast?  Siglingastofnun gerir mistök og þá er leitað til Siglingastofnunar um úttekt á eigin klúðri!  Hér hefði ráðherrann átt að leita umsagnar óháðrar verkfræðistofu, helst erlendrar, um hvernig best hefði verið að bregðast við.  Svona vinnubrögð sem Ögmundur lætur viðgangast eru ólíðandi

mbl.is Búast við miklum frátöfum í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta eru góðar spurningar hjá þér. Sennilega vísa allir á alla og engin mun bera ábyrgð eins og venjulega hér á landi.

Ég er á því að þetta sé lausnin: http://summi.blog.is/blog/summi/entry/1116703/ 

Sumarliði Einar Daðason, 16.11.2010 kl. 10:53

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

takk Sumarliði. Ég var nú að reyna að glöggva mig á þessum myndum hjá þér en án árangurs. Ég er gamall sjóhundur og hef stundað sjómennsku víða og m.a. frá Vestmannaeyjum nokkur ár. Eins og málið blasir við mér þá er ekki hægt að tryggja öruggar samgöngur um Landeyjarhöfn hvað svo sem öllum sanddælingum líður. Vandamálið er sjólagið við suðurströndina á veturna. Landeyjarhöfn verður aldrei annað en túristahöfn til sumarbrúks.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.11.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það var ákveðin áskorun að reisa höfn á þessu svæði og að marga mati hrein klikkun. Staðreyndin er sú að það er búið að reisa hana. Úr því sem komið er þá tel ég betra að reisa varnargarð austanmegin í suður heldur en að færa Markarfljót. Það dempar ölduganginn og færir sandburðinn á meira dýpi. Það er ríkjandi straumur frá austri til vesturs á þessum stað.

Það mun alltaf þurfa að dæla sandi úr þessari höfn og það geta alltaf komið hlaup. Núna er þetta bara spurning um að halda kostnaðinum í lágmarki og reyna að nýta mannvirkið.

Sumarliði Einar Daðason, 16.11.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og hvað telur þú réttlætanlegt að kosta miklu til? 200, 300, 500 milljónum á ári? Og hvað um þann viðbótar umferðarþunga um Suðurlandið sem þungaflutningar úr Eyjum setja á þjóðveginn með viðeigandi slysahættu? Það var ráðist í þessa framkvæmd án nægra rannsókna og það er ámælisvert.  Svona á ekki að standa að mannvirkjagerð og það ber að víta þá sem ábyrgð bera. Þorlákshöfn var og er langbesti kosturinn. Og ef menn drullast til að taka hér upp öflugar strandsiglingar þá mun það styrkja samgönguöryggi milli lands og eyja og draga úr þörf á aukinni tíðni ferða Herjólfs

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.11.2010 kl. 12:57

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það var auðvita fáránlegt að leggja af strandsiglingarnar. Það er bara sér kafli út af fyrir sig.

Í raun og veru er mikið hér á landi sem hefur verið gert vitlaust í samgöngumálum. Oft framkvæmt án þess að hugsa hlutina til enda eins og þessi höfn ber með sér.

Sumarliði Einar Daðason, 16.11.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband