16.11.2010 | 15:09
Enn eitt hneykslið í Utanríkisráðuneytinu
Hvernig getur það talist rétt og eðlilegt að greiða starfsmönnum, sem heyra undir utanríkisþjónustuna, kr. 365.480 í staðaruppbót á mánuði. Að í hlut eigi prestur, sem talinn er hafa fengið embættið vegna fjölskyldutengsla við hinn spillta biskup gerir málið enn gagnrýnisverðara en ella.
Og svo vill þessi gemlingur líka fara á stjórnlagaþing. Guð forði okkur frá svona hrægömmum.
Og svo vill þessi gemlingur líka fara á stjórnlagaþing. Guð forði okkur frá svona hrægömmum.
Staðaruppbót ekki hluti af biðlaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Athugasemdir
Hinir heilögu menn eru ekki yfir það hafnir að fá veraldlega ölmusu og vinaráðningar.
Karma (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 16:06
Nei, en 365 þúsund á mánuði! Hvernig er yfir höfuð hægt að réttlæta svona tölur? Þetta er fyrir utan laun sem eru nú ekkert slor. Og hvað kostar þá Hafliði allur...... Þessu þarf að breyta snarlega. Þeim sem búa erlendis er engin vorkunn að greiða sína eigin framfærslu af laununum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.11.2010 kl. 16:25
Að sjálfsögðu á maðurinn að fá staðaruppbót! Kaupmannahöfn er svo helv... afskekkt
Jón Bragi (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 19:15
Ég get nú ekki að því gert en að velta fyrir mér þessu biðlauna kjafæði .. nú er þetta í annað skiptið sem ég rek augun í þessi biðlaun á stuttum tíma.
Ætli allir eigi rétt á biðlaunum eða er það bara einhver Elita.
Ætli ég eigi rétt á 12 mánaða biðlaunum af því að mér var sagt upp.
Nei svo er nú ekki ég átti rétt á 12 daga uppsagnar uppsagnarfresti. vegna skamms vinnutíma hjá atvinnurekanda.
Ég hef reyndar einusinni fegnið greiddan 3 mánaða uppsagnar frest eftir 2 ára starf hjá sama atvinnurekanda.
En 365.480 krónur í auka bónus ... comon það eitt og sér er hærra en mín mánðarlegu laun.
Og það munar töluverðu.
Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.