Er einhver munur á ESB eða ICES?

Jón Bjarnason er mikið á móti inngöngu Íslands í ESB en samt finnst honum allt í lagi að fela ICES vald til að stjórna hér sókn í þorskstofninn. Það voru mistök og því fyrr sem við afturköllum þetta framsal á fiskveiðistjórnuninni því betra. Að vísu eru þetta fiskifræðingarnir á Hafró sem sitja þarna í ICES og meta eigin veiðiráðgjöf en söm er gjörðin. Veiðiráðgjöfin er arfavitlaus og byggir á kenningum sem eiga enga stoð í náttúrunni. Lífsmöguleikar þorsks og annarra nytjafiska fara eftir fæðuframboði og hita stigi sjávar. Veiðarnar og sóknin er það lítil í dag að hún skiptir engu varðandi stærð hrygningarstofnsins. Líkindi þess að hrygningarstofninn sé akkúrat 800 þúsund tonn eru engin. Hann getur verið minni og hann getur verið miklu stærri. Eins eru hér nokkrir hrygningarstofnar við landið. Hafró hefur lengi talið að þorskklak sé betra úr eldri fiski en samt hefur ekkert verið gert í að friða þennan stóra þorsk. Innan 4 mílna lögsögu fyrir suðurlandinu fá togbátar að athafna sig að vild og uppistaðan í þorskafla út af Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða er einmitt 10 ára og eldri fiskur. Í 20 ár hefur ekkert verið gert í að friða þessi mið og þar með hrygningarstofninn. Hér er ekki stundaðar sjálfbærar fiskveiðar Jón Bjarnason. Brottkastið í kerfinu eitt og sér gæti gefið milljarða í útflutningstekjur. Kvótaeigendum er alveg sama á meðan þeir skammta aflann úr hafinu. Þeir hugsa ekki um þjóðarhag og þeirra markmið er ekki að byggja upp stofna. Þeirra hugsun snýst bara um eitt ár í einu.  Það hafa meira að segja heyrst raddir þess eðlis að auknar veiðar séu slæmar því þá lækki verðið! Það er búið að snúa hér öllum rökum á haus og löngu orðið tímabært að skera á þennan hnút sem fiskveiðistefnan er komin í.
mbl.is Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband