29.12.2010 | 01:23
Power to the People
Nú hafa spunameistarar með atbeina fjölmiðla fabúlerað hver um annan þveran, um örlög þessarar ríkisstjórnar um nokkurt skeið. Margir hafa lagt orð í belg en samt hefur enginn bent á einu raunhæfu lausn þessa tilbúna vanda en það er stjórnarslit og nýjar kosningar. Klofningurinn í VG er staðreynd en hann er innanflokksmál og verður leystur á þeim vettvangi. Ekki sem skiptimynt í valdatafli Samfylkingar og stuðningsmanna Steingríms J. Dagar Steingríms eru brátt taldir og við brotthvarf hans mun komast á friður því þá mun jafnframt verða rutt í burtu síðustu leyfum flokkseigendaveldis Svavars Gestssonar. Árni Þór og Svandís munu ekki verða í forystu hins nýja Alþýðubandalags.
Það sem varðar þjóðina hins vegar mestu, er að hér sitji við völd ríkisstjórn sem vinnur fyrir þjóðina að hennar hagsmunum og með hennar stuðningi
Ekkert af þessum skilyrðum virðist vera fyrir hendi. Og því er brýnt að hér verði kosið innan 2 mánaða. Valdatafl og valdabrölt spilltra stjórnmálamanna verður að stöðva og hér verður að hreinsa borðið og ráða nýtt fólk til starfa. Kosningar strax er eina leiðin
Í millitíðinni er svo hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja Icesavesamninginn og umsókn Samfylkingar til ESB um innlimun í Bandaríki Evróp-Þýskalands. Afstaða þjóðarinnar til þessara höfuð deilumála skiptir öllu í því hvernig framtíðin verður hér og hverjir móti þá framtíð. það er ekki líðandi að fámenn klíka braski með fjöregg þjóðarinnar. Og gildir þá einu hvort átt er við kvótann, náttúruauðlindir eða sjálft fullveldið. Allt þetta er undir í hinu pólitíska pókerspili sem nú er í fullum gangi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega hátíð, hélt kannski að þetta væri pistill um Lennon.
Átta mig á því að við erum ekki sammála um öll atriðin sem þú nefnir (ESB) en get tekið hraustlega undir allt annað.
Það sem skiptir mestu máli er að Stjórnin missi aldrei sjónar á; fyrir hvern hún vinnur (þjóðina), hverra hagsmuna hún skal gæta (þjóðarinnar) og hverra skipana henni ber að hlýða (þjóðarinnar).
Allir sannir lýðveldissinnar hljóta að virða skoðun meirihlutans en fyrirlíta skoðanakúgun, sjálfshátíðir og einkamulning hvers konar, sér í lagi í þágu meints "minni" eða "meiri" hluta.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.12.2010 kl. 01:48
Takk Jenný og gleðilega hátíð.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.12.2010 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.