29.12.2010 | 10:33
Sléttubönd
Þungi lífsins mildar menn
margir þessu lýsa
Drungi hugans slokknar senn
sólin tekur rísa
Lilja kyssir vöndinn væn
verkin hana letja
Vilja ekki grænir græn
gildi núna setja?
Ævi sína vita vill
varla nokkur kjaftur
Lævi blandin andrúm ill
ekki koma aftur
Flokkur: Tækifærisvísur | Facebook
Athugasemdir
Axel Þór Kolbeinsson, 29.12.2010 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.