31.12.2010 | 07:18
Við áramót - Hugleiðingar um atvinnu og byggðamál
Við umræðu um fjárlög í haust var sett á fót leikrit í nokkrum þáttum þar sem helstu hlutverkin voru í höndum dreifbýlisþingmanna. En þetta var ekki dramaleikrit heldur farsi. því alvaran var engin og ágreiningurinn lítill.
Í eina skiptið sem stjórnmálamönnum er virkilega annt um dreifbýlið er þegar kosið er. Og þegar þarf að standa vörð um galna kjördæmaskipan. Að öðru leyti skiptir ekki máli hvort þingmenn koma frá landsbyggðinni því allir búa þeir nú hér á höfuðborgarsvæðinu og njóta hér allrar þjónustu. Það er nefnilega þannig að menn kjósa að búa þar sem þjónustan er mest og best. Aðrir þættir vega þar minna. Þess vegna er þessi ágreiningur milli þingmanna marklaust áróðurstal, aðeins ætlað til heimabrúks. Hin opinbera stefna hefur í áratugi verið sú að stækka og sameina undir kjörorðinu hagræðing. þetta galdraorð stjónmálamannsins, hefur mótað íslenskt þjóðfélag síðustu 40 ár. Við sjáum þess alls staðar merki til mikils skaða fyrir byggð í landinu. Í fyrsta lagi var sett á kvótakerfi í landbúnaði > afleiðingin , kvótinn hefur safnast á færri hendur og búum í rekstri hefur fækkað. Þetta veikir sveitarfélögin sem þýðir dýrari þjónustu sem þýðir að lokum að stærri og stærri svæði á landinu fara í eyði sem þýðir minni þjónustu við þéttbýlissvæðin sem þau styrktu hér áður. Sorglegt dæmi eru Vestfirðirnir. Í öðru lagi var komið á kvótakerfi í sjávarútvegi með nákvæmlega sömu skaðlegu áhrifunum fyrir dreifbýlið og þar með byggð í landinu. Í þriðja lagi er rekin hér opinber stefna af hálfu stjórnvalda sem miðar að sameiningu sveitarfélaga með góðu eða illu. Þetta skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi landsbyggðarinnar er ekki því að kenna að hér séu aðeins þingmenn fæddir og aldir á mölinni. Nei, landsbyggðin hefur svo sannarlega haft sína fulltrúa en það hefur bara engu skipt. Atvinnu og byggðatengd málefni eru félagsmál í augum fjórflokksins. Málefni Byggðastofnunar eru skýrt dæmi um það. Stjórnmálaflokkarnir hafa svo sannarlega brugðist í þessu eins og öðru og það að sé verið að ráðast að þjónustunni úti á landi þarf ekki að koma á óvart því við erum föst í vítahring hagræðingarinnar sem sogar allt fjármagn af landsbyggðinni og til höfuðborgarsvæðisins en í staðinn eru búnir til félagsmálapakkar fyrir landbyggðina í formi virkjana, álbræðslna, jarðganga og hafnargerða. Þá er ekki spurt að hagkvæmni eða kostnaði. Því þetta eru jú félagsleg úrræði og þau er í lagi að niðurgreiða.
Hér er þörf róttækra aðgerða. Það þarf að vinda ofan af kvótastýringunni og auka atvinnu í landinu. Eitt starf í fiskveiðum býr til mörg afleidd störf í verslun og þjónustu og sama á við um landbúnaðinn. Fíflin í háskólanum sem allt þykjast geta reiknað gleyma nefnilega þjóðhagslegum áhrifum kvótasetningar og einblína þess í stað á gróða eigandans. Ragnar Árnason á ekki að tala í nafni hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þegar hann er keyptur til að dásama kvótakerfið.
Háskóla-akademían ber mikla ábyrgð á stefnumótun stjórnvalda og því er brýnt að þar fari líka fram gagnrýnið uppgjör. Ekki síður en í stjórnmálum og viðskiptalífi
Gleðilegt Nýjár
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:31 | Facebook
Athugasemdir
Norðmenn eru með alvöru byggðastefnu, nýta fiskimiðin margfalt meira með smábátum en við,
og miðin eru að gefa þeim afla í samræmi við það!
Aðalsteinn Agnarsson, 31.12.2010 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.