31.12.2010 | 16:24
Álkryddsíldin
Þá er hinni árlegu stjórnmálaumræðu á stöð 2 lokið. Í þetta sinn fékk kostunaraðilinn Rio Tinto alla athyglina. Í stað hins venjulega veisluborðs var nú uppstilling úr álpappír sem yfirgnæfði allt annað og í auglýsingahléum var þess gætt að nafn kostunaraðilans færi ekki framhjá neinum enda var hinn misheppnaði gestgjafi, Kristján Már fljótur að þagga niður í Þór Saari þegar sá síðarnefndi byrjaði að gagnrýna álrisann. Vissara að styggja ekki þann sem borgar launin manns. Verst að það gleymdist að setja bann við auglýsingahóreríi inn í vændislögin. Þessi kryddsíld var sú lélegasta í manna minnum. Bæði vegna afspyrnu lélegs gestgjafa en líka vegna ómálefnalegra frasa yfirlýsinga borðfélaga hans. Ef einhver hélt að stjórnmálastéttin hefði ákveðið að taka mark á Atlaskýrslunni þá hefur sá hinn sami orðið fyrir vonbrigðum. Hér á engu að breyta og allir sem það reyna eru miskunnarlaust lagðir í pólitískt einelti. Fjórflokkurinn þarf að taka sér frí frá landstjórninni og hleypa verðleikafólki að. Með góðu eða illu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála, þvílíkur auli sem þessi Kristján Már er.
Árni Karl Ellertsson, 31.12.2010 kl. 16:54
Sammála.
Aðalsteinn Agnarsson, 31.12.2010 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.