1.1.2011 | 12:53
Össur engum líkur
Alltaf skemmtir skröttunum
er skammast hann með dár og spé
með lagni kemur köttunum
kvikindið, í ESB
Píkum þótti hann pasturslaus
með púðurskot í byssunni
Nú folaldið má hengja haus
þegar hann ríður hryssunni
Össur á sér enga bót
upp fyrir að nefna
Meri sagði Móses snót
mey ei undirgefna
Flokkur: Tækifærisvísur | Breytt 2.1.2011 kl. 01:15 | Facebook
Athugasemdir
Folaldið Ásmundur
Sú samlíking Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að Lilja Mósesdóttir væri sem hryssa með strok í genum hefur vakið bæði hlátur og grátur. Össur sagði þetta á DV.is og eftirfarandi um brotthvarf hennar úr stjórnarliðinu: ,,... Það mun ekki hafa áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar, jafnvel þó folaldið fylgi."
Fáum dylst að með foldaldinu vísar ráðherrann til Ásmundar Daða Einarssonar þingmanns sem gjarnan fylgir Lilju fast eftir.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.1.2011 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.