Siðblindur eða sjálfsblekktur brennuvargur?

„Ég var ekki undir því ég var ekki í slagnum,“ svarar Davíð að bragði.

„Ég tel að siðferðislega hafi ég orðið ofan á en þetta fólk siðferðislega undir. Nú sjá allir hvers konar fólk þetta er, hvenær það segir satt og hvenær það lýgur og þar hallar mjög á sannleikann, svo mjög að hann er sjaldan sjáanlegur.“

Sérðu eftir því að hafa farið í Seðlabankann?

„Nei, ég sé ekki eftir því. Mér fannst það mjög skemmtilegt fram að síðustu stundu og hef í raun alltaf gaman að því hvar sem ég er að vinna,“ segir Davíð.

„Ég er mjög stoltur af þeirri vinnu sem við unnum til að reyna að bjarga kerfinu. Sem dæmi má nefna að það var Seðlabankinn sem sá um það að allt greiðslukerfið í landinu virkaði. Síðan var farið fram með miklu pólitísku ofstæki og Seðlabankinn sviptur sjálfstæði með lögum af því að menn hötuðust við mig. Ég held að það muni reynast í sögunni mikill áfellisdómur yfir þeim sem það gerðu.“

Er þetta nú ekki að verða gott Davíð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Dabbi kóngur.

Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 15:08

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Áramótaskaup viðskiptablaðsins

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.1.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband