2.1.2011 | 20:18
Matador um Ísland
Á Íslandi hefur verið spilað Matador um Ísland frá valdatöku Davíðs og Halldórs. Þeir einir hafa fengið að taka þátt sem eiga stjórnmálaflokkana. Þorsteinn Baldvinsson annar eigenda Samherja, hefur verið einn atkvæðamesti spilarinn undanfarna áratugi og hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Hann á til dæmis 2 alþingismenn, forseta Farmanna og fiskimannasambandsins, hlut í Forseta Sjómannasambandsins, stóran hlut í Morgunblaðinu, Hafrannsóknarstofnun og nokkra bæjarstjóra úti á landi. t.d á Dalvík, Húsavík, Fáskrúðsfirði auk ítaka á Norðfirði og á Suðurnesjum. Þorsteinn hefur líka talið sig eiga heilan helling af kvóta sem hann leigir til kvótalausra útgerðamanna. Á þessu hefur hann hagnast vel. Núna hefur forsætisráðherra okkar valdið miklu uppnámi meðal spilaranna. Hún hefur hótað að breyta reglunum og taka af spilurunum það sem þeir hafa hagnast mest á, það er kvótann. Þessi breyting hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að fleiri spilarar komast að og fleiri fá bita af kökunni. Þetta finnst Þorsteini og félögum hans hin mestu svik. Nú mun hafið nýtt útboð og reynt að kaupa fleiri alþingismenn og fleiri stjórnmálaflokka. Við fylgjumst grannt með hvaða þingmenn snúast á sveif með Samherjagoðanum á næstu vikum. Stay tuned

Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt 16.1.2011 kl. 18:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.