Nýtt fólk til forystu - Breytta hugsun

Ísland þarf á breyttri hugsun að halda. Breyttri pólitískri hugsun. Best væri náttúrulega að skipta um kjósendur en þar sem það er ekki kostur þá þarf að verða róttæk breyting á forystuliði stjórnmálaflokkanna og þeim boðskap og hugmyndafræði sem þeir vilja standa fyrir. Ég lýsti þeirri skoðun minni fyrir margt löngu að Sjálfstæðisflokknum og þar með þjóðinni kæmi best ef Þorsteinn Pálsson tæki á ný við formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þorsteinn er frambærilegasti talsmaður þeirra gilda sem sjálfstæðismenn þykjast standa fyrir og einnig yrði kosning hans táknræn staðfesting flokksins á að Davíðstímanum sé lokið í íslenskri pólitík. Davíðsheilkennið hefur um of gegnsýrt íslenskt þjóðfélag. Mál er að skera það mein af þjóðarsálinni eins og hvert annað krabbamein.

Samfylkingin þarf líka á nýrri forystu að halda. Líkt og hjá hinum flokkunum, þarf þar að koma til einstaklingur sem hefur staðið fyrir utan hið pólitíska argaþras frá því fyrir hrun en samt að njóta virðingar og trausts útfyrir raðir flokksmanna. Stefán Jón Hafstein er slíkur maður að mínu mati

Framsókn hefur ekki tekist að öðlast trúanleika undir hinni nýju forystu. Menn þykjast kenna fingraför flokkseigendafélags Finns Ingólfssonar og kaupfélagsstjórans á Króknum í gegnum þá Sigmund og Jón Birki. Þetta mun rétt vera. Framsókn þarf á andlitslyftingu að halda. Helst þarf að reka úr flokknum þessa þrjóta sem mestum skaða hafa valdið fyrir íslenskt þjóðfélag. Þeir eru enn að í gegnum pólitísk tengsl. Ég gæti trúað að Eygló Harðardóttir gæti aukið trúanleika Framsóknarflokksins til lengri tíma litið. þar fer ung og öflug hugsjónakona.

Vinstri grænir eru slys. Þeim flokki spái ég lítilla áhrifa á Íslandi framtíðarinnar. Þeir fengu sín tækifæri en á ótrúlega skömmum tíma brugðust þeir öllum sínum flokksmönnum og kjósendum. Valdaglýjan leiddi flokkinn af leið. Engu skiptir í raun hvernig þeir skipa sínum málum en ljóst er að þar stefnir  í uppgjör milli Svavarsarmsins og Ögmundarhópsins. Steingrímur mun draga sig í hlé og þá mun Svavarsarmurinn verða undir í átökunum því enginn annar foringi er þar sjáanlegur. Árni Þór er ekki leiðtogaefni og Svandís ekki heldur. Ögmundi mun síðan ekki takast að auka tiltrú þess fólks sem áður studdi Vinstri Græna. VG mun verða 10% flokkur.

Klofningsframboðin úr Sjálstæðisflokknum munu ekki ná sér á strik ef Þorsteinn verður kosinn formaður. Líklegt er þó að Þjóðernisflokkur andvígur ESB aðild lifi skamma hríð. Kannski með stuðningi óánægðra vinstri grænna. En þeir munu daga uppi þegar ESB málið hefur verið afgreitt. Á hvorn veginn sem það mun fara.

Þessu hefur andi minn hvíslað að mér á andvökustundum. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband