3.1.2011 | 10:31
Nú er í lagi tala niður gjaldmiðilinn
Fyrir hrun þorði ríkisstjórnin ekki að gera neitt í málefnum hins ofvaxna bankakerfis af ótta við að gerð yrði árás á krónuna. Eftir hrun þykir sjálfsagt að grafa undan þessari sömu krónu og líður ekki sá dagur að ráðherrar , alþingismenn, seðlabankamenn og álitsgjafar lýsi yfir að krónan sé dauð og ónothæfur gjaldmiðill. Þetta gera menn í skjóli hafta og með það eina markmið að hér verði tekin sú ákvörðun að innlima landið í ESB og taka upp evru þrátt fyrir mikla óvissa um framtíð evrusamstarfsins. Staðreyndin er samt sú að hér verður notuð löskuð króna um langa framtíð. Hvað eigum við þá að kalla þetta niðurrifstal áhrifamanna eins og Árna Páls og Más Guðmundssonar? Eigum við að kalla það atlögu að sjálfstæði landsins? Og ef svarið við því er já, getum við þá ekki gengið skrefinu lengra og flokkað þetta tal sem landráð? Í mínum huga er þetta ekkert nema landráð. Það á ekki að koma sök á gjaldmiðilinn þegar efnahagsstjórnunin er í höndum amatöra sem setja landið á hausinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.