13.1.2011 | 19:35
Dýr mistök Steingríms kosta okkur 14 milljarða
Steingrímur vill fjölga óþörfum sparisjóðum og fjármagna Spkef uppá 10-14 milljarða. Hann réttlætir það með því að Spkef sé hryggjarstykki í keðju sparisjóða sem stundi mikilvæga þjónustu í sveitum landsins. Þetta er rakalaust bull. Það er engin þörf á að hafa opnar starfsstöðvar út um allt með tilheyrandi kostnaði. Nú þegar eru allt of margar fjármálastofnanir á Íslandi. Sparisjóður Þingeyinga er öflugasti sparisjóður landsins. Hann tók ekki þátt í bullinu fyrir hrun og þar er boðið upp á alla almenna bankaþjónustu. Þar á meðal netbanka , sem er allt sem þarf. Fyrir Steingrími vakir eitthvað allt annað en gæta hagsmuna almennings með þessari björgun SPK. Þegar ríkissjóður er tómur þá hélt maður að mikillar ráðdeildar þyrfti að gæta en svo virðist ekki vera. Fréttir af ótrúlegum upphæðum sem virðist eytt að óþörfu gera mann reiðan. Sjóvá, VBS, Saga Capital og núna Spkef, hafa kostað okkur tugi milljarða og það er haldið áfram að moka í vini og kunningja og pólitíska samherja. Hvernig væri að hægja nú aðeins á og meta stöðuna upp á nýtt Steingrímur. Við eigum að sníða okkur stakk eftir vexti ekki reisa hér við allt sem hrundi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.