14.1.2011 | 12:30
Er eigið fé Spkef 60 milljarðar?
Í kvöldfréttum í gær var Steingrímur J. Sigfússon, spurður hvort heimild væri til þess á fjárlögum að fjármagna endurreisn sparisjóðanna. Hann hvað svo vera og vísaði til fyrri samþykkta þingsins þar að lútandi. Það eins sem ég fann var þessi tilvísun af vef ríkisstjórnarinnar:
"Við setningu laga nr. 125/2008 vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði var ríkissjóði veitt heimild til að leggja sparisjóðum til fjárhæð sem nemur allt að 20% af eigin fé hvers þeirra. Á síðasta ári voru settar reglur um það með hvaða hætti sparisjóðirnir sæktu um framlag frá ríkissjóði á grundvelli heimildarinnar. Jafnframt voru sett skilyrði fyrir eiginfjárframlagi ríkissjóðs."
Ef þetta eru einu heimildir ríkisstjórnarinnar þá sést að áætlaður kostnaður vegna endurfjármögnunar Spkef er sennilega 99% af eigin fé vegna þess að árið 2009 þá seldi Sparisjóður Keflavíkur, Íbúðalánasjóði Skuldabréfasafn sitt og fékk fyrir 10 milljarða króna. Þetta var liður í tilraunum manna til að bjarga sparisjóðnum sem árið 2008 tapaði 28 milljörðum króna á hlutabréfabraski. Það er svo ekki fyrr en 23 apríl 2010 sem sparisjóðurinn er yfirtekinn af FME. Þá hafði hann verið rekinn á undanþágu vegna of lítils eigin fjár í 2 ár. Allt bendir til þess að ýmislegt misjafnt hefði komið í ljós ef þessi sparisjóður hefði verið settur í þrot. Og er það mun líklegri skýring á því að hann er endurreistur heldur en sú vafasama skýring Steingríms að það séu byggðasjónarmið sem ráði för, Og af hverju er ekki drifið í því að skipa rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna eins og stjórnarliðar og Hreyfingin hefur lagt til? Og af hverju er Steingrímur að skipta sér af þessu en ekki Árni Páll? Eiga þessi mál ekki að vera á borði Viðskiptaráðherra? Þetta lyktar allt af pólitískum hrossakaupum og alltaf þegar svo er þá er Steingrímur látinn svara fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.