Hættum að tala um fiskveiði-auðlindina

Mjög mikilvægt er í allri umræðu, hvort sem hún er pólitísk eða ekki, að allir hafi sama skilning á hugtökunum sem notuð eru. Öll skiljum við hvað orðið hlunnindi merkir. Hlunnindi eru þau gæði sem fylgja jörðum og eru nýtanleg fyrir eigandann án endurgjalds. Hér má nefna lax og silungsveiði, eggjatöku, dúntöku, berjatínslu, vatnsréttindi (virkjun bæjarlækjarins í formi neysluvatns og til rafmagnsframleiðslu, heitar uppsprettur og fiskveiðar. Um þetta ríkir enginn ágreiningur. Það ríkti heldur enginn ágreiningur um fiskveiðar okkar á meðan þær voru skilgreindar sem hlunnindi. Það er ekki fyrr en eftir að sóknarstýring er leidd í lög að menn fara að nota orðið auðlind um nytjastofnana í hafinu. Þannig öðlast afskipti stjórnmálamanna af stjórn fiskveiða meiri vigt. Síðan sjá menn að lögmál hagfræðinnar má auðveldlega nota og lögmál skortsins verður undirstaða fiskveiðistjórnunarkerfisins. Á þessu verða menn að átta sig því á þessu byggist sjálfbærni kerfisins. Kvótakerfi í sjávarútvegi stuðlar ekki að uppbyggingu fiskstofna. Þvert á móti þá vinnur kerfið gegn uppbyggingunni. 

Þess vegna er það grundvallaratriði í sambandi við fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnuninni að hætta að tala um nytjastofnana sem sjávarauðlind. 

Miklu fremur eigum við að tala um sjávarbúskap og fara að umgangast hafið og nytjar þess aftur eins og hlunnindi. Og á sama hátt og bóndinn stundar sinn búskap þá eigum við að stunda sjávarbúskapinn. Við þurfum að fara varlega í notkun veiðarfæra, við þurfum að fara varlega í að ganga ekki of nærri æti nytjastofnanna s.s loðnu. En fyrst og fremst þarf að þekkja beitarstuðulinn. Í dag er ofbeit í hafinu. Það þarf að veiða meira og það leyfir ekki kvótakerfið.

Kvótakerfi búa til skort og stjórna markaði og búa til peninga úr engu. Þeir sem höndla með kvóta eru þeir einu sem græða. Þeir vilja engu breyta.  Þjóðareign á auðlindum er merkingarlaus frasi. Arðurinn fer alltaf til þeirra sem fjárfesta og nýta auðlindir. Annars mundi enginn sjá sér hag í að nýta þær. Þetta liggur í augum uppi.

EF VIÐ SELJUM ORKUVINNSLUNA Í HENDUR ÚTLENDINGA ÞÁ HIRÐA ÞEIR ARÐINN. ARÐURINN ER BARA LEIGA Á FJÁRMAGNI. þJÓÐIN GETUR AÐEINS FENGIÐ ARÐ EF OPINBERIR AÐILAR NÝTA AUÐLINDIR. VILJUM VIÐ RÍKISREKNAR ÚTGERÐIR? AUÐVITAÐ EKKI. VEGNA ÞESS AÐ FISKURINN ER EKKI EIGINLEG AUÐLIND HELDUR HLUNNINDI

Auðlindir eru takmörkuð gæði eins og orkan.  Fiskurinn er ekki takmarkaður nema við viljum takmarka hann. 


mbl.is Jón sendi stjórnlagaþingi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband