16.1.2011 | 17:10
Sáttatilboð til LÍÚ í 10 liðum
- Allur botnfiskkvóti verður innkallaður strax
- Kvótafyrirkomulag á uppsjávartegundum helst óbreytt og allur viðbótarkvóti í þeim tegundum rennur óskiptur til núverandi útgerða. Kvótaafgjald fyrir þennan hluta kvótans verði % af aflaverðmæti upp úr sjó og takist af óskiptu
- Öll viðskipti með aflaheimildir verða bannaðar. 100% veiðiskylda
- Við endurúthlutun á leyfum til að stunda hefðbundnar botnfiskveiðar verði tekið tillit til atvinnuréttinda og sjómennska lögvarin sem iðngrein. Leyfi verði ekki bundin tegundum.
- Skylt verði að koma með allan afla að landi
- Allur afli á Íslandsmiðum verði seldur á Uppboðsmarkaði Ríkisins
- Engar greiðslur komi til vegna útgefinna veiðileyfa en af söluverði á markaði reiknist virðisaukaskattur sem renni í ríkissjóð
- Hafrannsóknastofnun fái nýtt hlutverk og fulltrúar hagsmunasamtaka eigi ekki sæti í stjórn hennar.
- Fiskveiðistjórnunarlögin verði tafarlaust numin úr gildi og ákvarðanir um afla falin fiskveiðiráði sem í sætu fiskifræðingar og reyndir aflaskipstjórar til jafns.
- Settar verði strangar reglur um veiðarfæri og landhelgislínur endurskilgreindar.
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Facebook
Athugasemdir
Til að auka ábyrgðarkennd sjámanna þá legg ég til að skip sem skilar áberandi slæmu hráefni í land verði svipt veiðileyfi tafarlaust í 1 mánuð og við annað brot verði sviptingin endanleg. Skussar eiga ekkert erindi á sjó. Eins yrði þetta skilyrði til þess að áherslan yrði á gæði en ekki magn og þannig stuðla að skynsamlegri sókn. Einnig þyrfti að banna að koma með lausan fisk í land og eins á að svipta skipstjóra leyfum sem drekkhlaða skip sín eins og qalltof mörg dæmi eru um
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.1.2011 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.