Sáttatilboð til LÍÚ í 10 liðum

  1. Allur botnfiskkvóti verður innkallaður strax
  2. Kvótafyrirkomulag á uppsjávartegundum helst óbreytt og allur viðbótarkvóti í þeim tegundum rennur óskiptur til núverandi útgerða. Kvótaafgjald fyrir þennan hluta kvótans verði % af aflaverðmæti upp úr sjó og takist af óskiptu
  3. Öll viðskipti með aflaheimildir verða bannaðar. 100% veiðiskylda
  4. Við endurúthlutun á leyfum til að stunda hefðbundnar botnfiskveiðar verði tekið tillit til atvinnuréttinda og sjómennska lögvarin sem iðngrein. Leyfi verði ekki bundin tegundum.
  5. Skylt verði að koma með allan afla að landi 
  6. Allur afli á Íslandsmiðum verði seldur á Uppboðsmarkaði Ríkisins
  7. Engar greiðslur komi til vegna útgefinna veiðileyfa en af söluverði á markaði reiknist virðisaukaskattur sem renni í ríkissjóð
  8. Hafrannsóknastofnun fái nýtt hlutverk og fulltrúar hagsmunasamtaka eigi ekki sæti í stjórn hennar. 
  9. Fiskveiðistjórnunarlögin verði tafarlaust numin úr gildi og ákvarðanir um afla falin fiskveiðiráði sem í sætu fiskifræðingar og reyndir aflaskipstjórar til jafns.
  10. Settar verði strangar reglur um veiðarfæri og landhelgislínur endurskilgreindar.
Eins og sést er ég ekki sérstakur talsmaður auðlindaskatts. Tel raunar alla þá umræðu á miklum villigötum. Afrakstur af fiskveiðum og allri atvinnustarfsemi felst í margföldunaráhrifum sem heilbrigð atvinnustarfsemi skapar. Fyrirtæki sem græða borga góð laun og eru lyftistöng hvers sveitarfélags. Skattpínd og skuldsett fyrirtæki skila engu. Þess vegna þarf í kjölfar sáttar um fiskveiðistjórnunina að fara fram endurskipulagning á skuldum útgerðanna. Þegar kvótinn verður ekki lengur andlag skuldanna þarf að bregðast við því. Lang mikilvægast er samt að hverfa af braut kvótakerfisins. Það hljótum við öll að vera sammála um. Allt annað er bara verkefni sem þarf að leysa. Í næstu færslu mun ég fjalla um minn skilning á sjálfbærni. Þar virðist mér ýmsu grautað saman Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til að auka ábyrgðarkennd sjámanna þá legg ég til að skip sem skilar áberandi slæmu hráefni í land verði svipt veiðileyfi tafarlaust í 1 mánuð og við annað brot verði sviptingin endanleg. Skussar eiga ekkert erindi á sjó. Eins yrði þetta skilyrði til þess að áherslan yrði á gæði en ekki magn og þannig stuðla að skynsamlegri sókn. Einnig þyrfti að banna að koma með lausan fisk í land og eins á að svipta skipstjóra leyfum sem drekkhlaða skip sín eins og qalltof mörg dæmi eru um

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.1.2011 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband