Takk kærlega RÚV

Titillinn á þessari færslu er sóttur í hinn þekkta frasa "Takk útrásarvíkingar" En því fer fjarri að mér séu þakkir í huga. Dagskrárstjórnun þessarar stofnunar allra starfsmanna er með þeim ólíkindum að engu er líkara en markvisst sé unnið gegn áhorfi. Kannski heldur Páll Magnússon að fyrst 40 þúsund áskrifendur hafi flutt sig yfir á hina stöðina til að horfa á handboltann þá sé orðið svo lítið áhorf hvort sem er að nóg sé að sjónvarpa efni fyrir börn og homma til viðbótar þeim útvarpsþáttum sem ekki virðist hægt að finna stað hjá Rás 1. Á ég þar við viðtalsþætti Egils Helgasonar og Þórhalls Gunnarssonar. Hvort dagskrárstjóra Sjónvarpsins finnist þeir Egill og Þórhallur svona áhorfsvænir veit ég ekki en flestum myndi hugnast frekar að sjá leikið efni eða unnið fræðsluefni í stað svona umræðuþátta. Það grafíska efni sem stundum birtist í Silfrinu má hæglega setja á netið. Mínúta í sjónvarpi er dýr svo við gerum kröfu um að vel sé með þá fjármuni farið. Hommaþátturinn sem fylgir hverri einustu Eurovision keppni er líka orðið yfirdrifið og ofmetið sjónvarpsefni. Tímabært að breyta þar um kúrs. Sem sagt, sjónvarpsgláp mitt hefur stórlega minnkað í vetur. Og í kvöld fæ ég ekki að horfa á mitt vikulega sunnudagsbíó því í staðinn á að sýna einhverja danssýningu!! Halló RÚV!! Sunnudagsbíóið hefur verið hryggjarstykkið í dagskránni um langa hríð og réttlætt sýningarnar á B og C myndunum á laugardagskvöldunum. En nú á að hætta þeim líka. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Páll Magnússon er fífl og er að takast að eyðileggja RÚV, og þessi aumingi þiggur ofurlaun fyrir, og við getum ekkert gert því miður þökk sé kúlulánadruslunni Þorgerði

Árni Karl Ellertsson, 16.1.2011 kl. 21:00

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það eru þín orð Árni. En aðgát skal höfð í nærveru sálar.

takk fyrir innlitið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.1.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband