Afnám kvótakerfisins og sjálfbærar veiðar

KRAVmerki
Veiðar eru ekki stærsti faktorinn í vexti og viðgangi fiskstofna. Þar eru umhverfisþættir stærri áhrifavaldar. Undir það falla líka umhverfisskaðar sem veiðarfæri valda. Við getum hæglega útrýmt  fiskstofnum án þess að veiða þá en við getum líka aukið afraksturinn með sjálfbærum veiðum. Þess vegna eigum við að leggja niður kvótakerfið strax og taka þess í stað upp sjálfbærar veiðar. Með sjálfbærum veiðum er átt við að ekki sé veitt meira en stofnar þoli en það skiptir líka máli með hvaða veiðarfærum við tökum aflann og síðast en ekki síst skipta skipin máli. Allur okkar fiskiskipafloti gengur fyrir olíu og er því ekki umhverfisvænn. Og varðandi veiðarfærin þá er mest af botnfiskaflanum tekinn í botnvörpu sem er skaðleg  vistkerfi fisksins vegna niðurbrots kóralla og hrauns sem eyðileggur hrygningarsvæði til dæmis ýsunnar. Íslensk stjórnvöld halda á lofti þeirri blekkingu að hér séu stundaðar sjálfbærar fiskveiðar og ýmsar útgerðir hafa fengið vottanir þess efnis. Ekki veit ég hvaða mafía gefur út þessar vottanir en það er greinilegt að þeir leggja ekki sama skilning í orðið vistvænn og sjálfbær eins og ég. Til viðbótar því sem að ofan er sagt þá ber að nefna þau skaðlegu áhrif sem veiðar flaka-frystitogara hafa á ímynd sjálfbærni. Á þessum skipum hefur í tugi ára tíðkast að hirða bara dýrmætasta hluta fisksins en henda öllu hinu. Þetta myndi alls staðar flokkast undir glæpsamlega umgengni en hér þykir þetta sjálfsagt. Kannski halda menn að þetta séu verksmiðjuskip?  Verksmiðuskipin eru þó skömminni skárri því þar er allur fiskurinn nýttur og engu fleygt. Það er ljóst öllum þeim sem um þessi mál fjalla af gagnrýni að kvótakerfið gengur ekki upp. Hefur ekki gert og mun aldrei gera. Kvótakerfið hefur innbyggt í sér hvatann til að henda verðminni afla og í kvótakerfi er sókninni beinlínis stýrt í hrygningarfiskinn því hann er stærstur og þar með verðmætastur. Ég krefst þess að alþingismenn vakni til meðvitundar og bjargi fiskstofnunum, bjargi byggðarlögunum og bjargi orðspori okkar.  Því alþjóðasamtök munu fletta ofan af svínaríinu sem er fylgifiskur kvótakerfisins og þá munu markaðir lokast. Þá munu þessar fals vottanir ekki verða virði bleksins sem þær eru prentaðar með. Myndbandið á Youtube um brottkastið í Norðursjó á eftir að vekja miklar umræður og hvatningu til stjórnvalda um aukna sjálfbærni og vistvæna stjórnun veiða

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur, Jóhannes, ef rjúpna eða hreindýraskyttur nota ökutæki við veiðarnar, þá er það lögreglumál!

Lögsaga Umhverfisráðherra nær aðeins oný fjöru, það sem er undir yfirborði sjávar kemur honum

ekki við, þar máttu gera það sem þér sýnist og breyta fiskimiðum Íslendinga í eyðimörk!

Aðalsteinn Agnarsson, 16.1.2011 kl. 23:13

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Aðalsteinn, Kortamælingar þurfa að gera myndir af landgrunninu og biðja togaraskipstjóra að merkja sérstaklega þar sem kórallar og hraun hefur verið brotið niður. Þá kannski átta menn sig á þeim mikla skaða sem unninn hefur verið bæði viljandi og óviljandi. Því miður tók ég þátt í þessu um árabil en undirmenn eru bara þrælar og ráða engu. Ábyrgðin er skipastjóranna alfarið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.1.2011 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband