Helstefna Árna Sigfússonar

Býður ríkinu að taka yfir land og borholur HS Orku

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanessbæjar, vill bjóða ríkinu að kaupa land og orkuauðlindir sem Reykjanesbær keypti á sínum tíma af HS Orku.

Árni segir bæinn vilja þannig koma til móts við þá sem vilja auðlindirnar séu í þjóðareigu. Þá segir hann að ef ríkið taki yfir sé það í mun betri samningsstöðu þegar kemur að leigutíma einkafyrirtækja á orkuauðlindunum, líkt og í tilviki HS Orku. Það auðveldi málið heilmikið. 

Árni segir skuldastöðu sveitarfélagsins einnig spila inn í.

,,Auðvitað hefur þetta kostað okkur heilmikið að kaupa land og auðlind og menn þekkja það að það er ekkert auðvelt fyrir sveitarfélög fyrir Reykjanesbæ að hafa lagt sig í slíkt verk. En vissulega myndum við þá lækka skuldir sem því nemur."

Er þetta ekki dásamlegur endir á frjálshyggju tilraunum bjánanna í Reykjanesbæ? Hvað segja heimamenn um þetta?  Er ekki löngu tímabært að setja þennan mann af og skipa bænum fjárhaldsráð?  Ekkert sveitarfélag á sér viðlíka sögu og Reykjanesbær undir hinni hreinu stjórn íhaldsins og Árna Sigfússonar. Og það þýðir ekki lengur að kenna brottför varnarliðsins um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband