18.1.2011 | 20:27
Ómerk niðurstaða könnunar
Fylgi við staðgöngumæðrun.
Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi, samkvæmt könnun MMR.
87 prósent landsmanna er fylgjandi en 13 prósent andvíg. Stuðningur við staðgöngumæðrun reyndist um og yfir 80 prósent hjá báðum kynjum, og í öllum aldurshópum.
Hvers konar fagmennska er hér á ferðinni hjá þessu fyrirtæki MMR? Að framkvæma skoðunarkönnun í kjölfar mjög tilfinngaþrunginnar umræðu um viðkvæmt málefni er mjög hæpið siðferðilega. Það er mér mjög til efs að margir hafi velt þessu fyrir sér á huglægan hátt og séð fyrir sér eða verið fræddir um allar þær dökku hliðar sem fylgja því fyrir börn sem getin eru af staðgöngumæðrum. Það eru allir uppfullir af samúð með foreldrum barns útí Indlandi en ég er sannfærður um að færri velta fyrir sér tilfinningaþroska þessa barns í framtíðinni þegar það fer að velta fyrir sér uppruna sínum. En því miður þá eru svona vinnubrögð ekki einsdæmi. Nýlega þótti við hæfi að kanna afstöðu manna til samnings sem aðeins 16% svarenda höfðu "lesið" (sennilegt þykir að sú tala sé líka vafasöm) En þessar kannanir eru "keyptar" af aðilum sem hafa hag af að gera skoðanamyndandi kannanir og meðan þetta er talið í lagi þá verðum við að treysta eigin árvekni og dómgreind og taka öllu frá fjölmiðlum með mikilli varúð. Varðandi þessa ómerku niðurstöðu um fylgi við það baráttumál kellinganna í Sjálfstæðisflokknum að lögleiða stjúpmæðrun þá legg ég til að þessi niðurstaða verði ekki notuð í áróðursskyni. Heldur verði farið í viðamikla kynningu og í kjölfar hennar verði gerð ný könnun. Þetta mál er einfaldlega of stórt til að verið sé að leika sér að ýta á takka hjá tilfinningalega óstöðugu fólki. Hver vill vera ættlaus og kannski alinn upp af 2 hommum eða 2 lesbíum. Og flokkast það ekki undir sifjaspell þegar systir elur barn systur og mágs? Eða þegar móðir fóstrar barn dóttur? Hvar mun þetta enda. Kannski vilja menn líka leyfa líffærabúgarða og einræktun úr stofnfrumum? Mín skoðun er að fylgja öllum almennum siðareglum og banna þetta alfarið. Hjá mannfólkinu á getnaður að vera náttúrulegt ferli en ekki með inngripum vísindanna. Það þykir í lagi að sæða rollur og kýr, látum þar við sitja.
Í upphafi átti að æxlast með mökun
og uppfylla jörðina af systrum og bræðrum
en nútíma kellingar keypt geta bökun
og klakið út eggjum í staðgöngumæðrum
(Ekki láta þessa framtíðarsýn rætast)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Facebook
Athugasemdir
Þú meinar að þú dregur í efa að margir hafi velt þessu fyrir sér á hlutlægan hátt.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 22:22
Já ég geri það. Enda komst þetta ekki í umræðuna fyrr en rétt fyrir jól og þá í tengslum við afgreiðslu Alþingis á ríkisfangi drengs sem fæddur var af staðgöngumóður. Í kjölfarið upphófst mikil móðursýki og allir miðlar titruðu af vandlætingu yfir örlögum foreldranna! ekki litla drengsins, taktu eftir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2011 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.